Fréttir

Er mest spennt fyrir Vilko-vöfflu-röltinu, brekkunni og ballinu

„Ég bý í eldri hlutanum á Blönduósi, eða upp á Brekku, með besta útsýnið,“ segir Helga Margrét Jóhannesdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSN á Blönduósi, þegar Feykir bankar á vegg og spyr út í Húnavökuna. „Þessa dagana er ég að njóta sumarfrísins með fjölskyldu og vinum þar sem útilegur spila stóran þátt þetta árið. Þar að auki er ég að æfa fyrir hálfmaraþon og dunda mér við að prjóna peysur,“ bætir hún við.
Meira

Sundurlaus samtöl Unu Torfa í Sauðárkrókskirkju

Ein af skærustu stjörnunum í íslensku tónlistarlífi síðustu misserin er Una Torfadóttir og hún er á einnar viku tónleikaferðalagi um landið sem hún kallar Sumartúr. Hún ætlar í kirkju á föstudagskvöldið, nánar tiltekið Sauðárkrókskirkju en þar ætlar hún að halda tónleika. Una gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Sundurlaus samtöl. Á túrnum ætlar Una að ferðast um með gítarleikaranum og kærasta sínum, Hafsteini Þráinssyni, og flytja plötuna í einföldum og fallegum búningi.
Meira

Allir vegir á Víðidalstunguheiði loks opnir

Sagt er frá því á vef Húnaþings vestra að nú loksins eru allir vegir á Víðidalstunguheiði opnir fyrir umferð en í sumar hafa þeir verið óvenju blautir og því lengur ófærir. Þó búið sé að opna allar leiðir eru einstaka kaflar leiðinlega mjúkir enn og vegfarendum bent á að fara að öllu með gát.
Meira

Það er í nógu að snúast hjá Skotfélaginu Markviss

Fimm keppendur frá Skotfélaginu Markviss munu taka þátt á Norðurlandamótinu í Norrænu Trappi (Nordisk Trap) sem fram fer í Karlstad í Svíþjóð í lok ágúst. Gera má ráð fyrir milli 80-100 keppendum á mótinu frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Íslandi.
Meira

Blönduósflugvöllur fær yfirhalningu eftir verslunarmannahelgi

Á fréttavefnum huni.is segir að löngu tímabærar framkvæmdir við endurbætur á Blönduósflugvelli munu hefjast strax eftir verslunarmannahelgi. Þá verður sett ný klæðning á völlinn og skipt um jarðveg. Haft er eftir Matthíasi Imsland, formanni stjórnar Isavia Innanlandsvalla, sem er dótturfélag Isavia, í Morgunblaðinu að markmiðið með framkvæmdinni sé að gera flugvöllinn betur búinn til að sinna sjúkraflugi og öðrum brýnum verkefnum sem tryggi öryggi og bæti samgöngur fyrir svæðið.
Meira

Hlýtt en hvasst á Hlíðarkaupsmótinu um helgina

Opna Hlíðarkaupsmótið fór fram síðastliðinn laugardag í hlýjum en hressilegum vindi. Frábær þátttaka var á mótinu og komust færri að en vildu. Mótið átti að byrja á slaginu 10 en þá var vindurinn svo mikill að ákveðið var að fresta mótinu til kl. 12:30 og var þá ekkert annað í stöðunni en að byrja leika. Spilað var hefðbundið punktamót með forgjöf og var hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28.
Meira

Pepperóní pastasalat og eplakaka

Matgæðingar vikunnar í tbl. 21 á þessu ári voru þau Lovísa Heiðrún og Þórður Grétar en þau búa á Sæmundargötunni á Króknum. Lovísa og Þórður eiga saman fjögur börn, Veroniku Lilju, Víking Darra, Kormák Orra, Yl Myrkva og svo má ekki gleyma heimilishundinum henni Þoku sem passar upp á alla. 
Meira

Bjarni Jó brá fæti fyrir Húnvetninga

Húnvetninga dreymdi um endurkoma líka þeirri sem Rocky átti gegn Ivan Drago í Rocky IV forðum þegar lið Selfoss heimsótti Blönduós í gær. Þar hóf lið Kormáks/Hvatar síðari umferðina í 2. deildinni en í upphafi móts stálu Selfyssingar öllum stigunum sem í boði voru í 1-0 sigri á Selfossi. Lífið er sjaldnast eins ig Hollywood mynd og enginn endurkomusigur fékkst í sunnanvindinum. Topplið Selfoss nældi aftur í þrjú stig en eftir markalausan fyrri hálfleik settu þeir tvö í þeim síðari. Lokatölur því 0-2.
Meira

„Fornleifafræðingar eru almennt óþolinmótt fólk,“ segir Ásta Hermannsdóttir

Feykir.is fjallaði nýverið um fornleifauppgröftinn á Höfnum á Skaga en síðan þá hefur ýmislegt forvitnilegt gerst í rannsókninni. Hægt er að fylgjast með framgangi hennar í vikulegum færslum á Facebook-síðu Byggðasafns Skagfirðinga. Þar sagði þann 25. júní sl.: „Þá er fjórða vikan á Höfnum á Skaga hafin. Þótt ekki hafi fundist eins mikið af gripum og á sama tíma og í fyrra, þá fór fljótlega í lok annarrar viku rannsóknarinnar að glitta í merkilega uppgötvun. Í meintu nausti, sem er suðvestast á uppgraftarsvæðinu, fór að koma í ljós mikill fjöldi bátasauma. Þegar móta fór fyrir kjölfari innst í naustinu og viðarleifar fóru að sjást inn á milli bátasaumanna þótti ljóst að fundinn væri bátur sem skilinn hefði verið eftir í naustinu og grotnað þar niður. Er um mjög merkilegan fund að ræða þar sem þetta er í fyrsta sinn sem bátur, sem ekki er í kumli, er grafinn upp á landi hérlendis.“
Meira

Hver er maðurinn og hvað hefur hann sagt? | Kristófer Már Maronsson skrifar

Það var stórkostleg stemning í Laugardalnum í dag þar sem stelpurnar okkar sýndu okkur framúrskarandi fótbolta og sigruðu Þýskaland 3-0 til að tryggja sér sæti á EM í Sviss á næsta ári. Það sem gerði leikinn enn betri var stórbrotinn stuðningur þúsunda stelpna af Símamótinu sem létu vel í sér heyra á vellinum og ætla sér væntanlega margar að komast í landsliðið seinna á ferlinum. Eftir leik sá ég að síminn hafði verið í yfirvinnu við að taka á móti símtölum og skilaboðum og ég hitti nokkra Skagfirðinga sem stöppuðu í mig stálinu. Það hafði birst grein á Feyki kl. 16 sem ég hafði ekki séð, ber hún nafnið „Af tveimur skáldum”. Hana má finna í fyrstu athugasemd.
Meira