Fréttir

Skagaströnd Íslandsmeistari í bílskúrseigu

Hverjum datt í hug að búa til félag sem heitir Félag íslenskra bílskúreigenda? allavega einhverjum á Íslandi:) En þeir hafa haldið til haga að tilkynna hvaða bæjarfélag sé með flestu bílskúrana miðað við íbúafjölda og eins og staðan er í dag þá virðist sem Skagaströnd sé komið í fyrsta sæti og eru því nýkríndir Íslandsmeistarar í bílskúrseigu. Samkvæmt Þjóðskrá býr þar 461 einstaklingur og þar er 91 bílskúr sem gerir 0,19 bílskúr per haus á Skagaströnd en næst á eftir situr Bolungarvík með 0,17 bílskúr per haus.
Meira

Miðstig í Grunnskóla Húnaþings vestra býr til kynningarmyndband

Nemendur á miðstigi í sköpun í Grunnskólan Húnaþings vestra á Hvammstanga hafa síðustu vikur verið að vinna verkefni um sveitarfélagið. Þau hafa farið í ótal kynningar til fyrirtækja og tekið viðtöl við stjórnendur á Hvammstanga og fengið góðar móttökur. Þau útbjuggu veggspjöld með helstu upplýsingum og langaði að gera meira eftir heimsókn Unnar sveitarstjóra sem kom með þá hugmynd að gera myndband. Það var því tekin ákvörðun um að gera myndband um Húnaþing vestra og má sjá afraksturinn í fréttinni. Frábært verkefni hjá þeim!
Meira

Laxveiði í húnvetnskum ám sem notast við Angling iQ appið

Fréttavefurinn Sporðaköst sem mbl.is heldur úti og sér um segir að þeir hafi tekið saman lista yfir gjöfulustu veiðistaðina í þeim laxveiðiám sem skrá veiðina ra­f­rænt á Angling iQ app­inu. Í fyrsta sæti á listanum er Klapparfljót í Þverá í Borg­ar­f­irði með 197 laxa en fast á eftir koma þrjár Húnvetnskar ár, Langhylur í Laxá á Ásum með 155 laxa, Hnausastrengur í Vatnsdalsá með 148 laxa og Grjóthylur í Miðfjarðará með 131 lax. En ef betur er að gáð þá ætti Blanda að vera í 2. sæti með 185 laxa því þar er hægt að veiða á tveimur stöðum, í Breiðunni suður, sem er í tólfta sæti með 93 laxa, og svo í Breiðunni norður, sem er í þrettánda sæti á listanum en þar náðust 92 laxar á land.  
Meira

Listeria í skinku frá Stjörnugrís hf.

Á heimasíðu Matvælastofnunar er varað við neyslu á eftirfarandi framleiðslulotum af skinku af vissum vörumerkjum frá Stjörnugrís vegna grun um Listeria monocytogenes. Stjörnugrís hf. hefur ákveðið í samráði við MAST að innkalla alla skinku í varúðarskyni með best fyrir dagssetningu 18. mars 2024 og fyrir þann tíma. Þetta gerir Stjörnugrís hf. af öryggisástæðum þó svo að ekki hafi allar lotur framleiddar á tímabilinu verið greindar með Listeriu.
Meira

Bændur hafa of mikið að gera og vinnuálagið er ójafnt

Bændablaðið sagði frá því í gær á heimasíðu sinni að nýverið var lokið við rannsókn á líðan bænda. Þar kemur fram að einkenni þunglyndis, kvíða og streitu séu algengari hjá bændum, samanborið við aðrar stéttir.
Meira

Vetrarmótaröð Þyts var haldið sl. laugardag

Hestamannafélagið Þytur hélt sitt fyrsta mót í Vetrarmótaröðinni þann 9. febrúar og var þá keppt í gæðingatölti í öllum flokkum en sl. laugardag, 24. febrúar, var annað mótið haldið og keppt var í fjórgangi og T4. Á heimasíðu Hestamannafélagsins segir að þátttakan hafi verið með ágætum á báðum mótunum í flestum flokkum en pollaflokkurinn hefur aldrei verið jafn stór, svo framtíðin er björt í hestasportinu og gaman var að sjá hversu margir áhorfendur voru á svæðinu. 
Meira

Verður þú næsti Skákmeistari Skagastrandar?

Um langt árabil fyrir nokkuð löngu voru haldin skákmót árlega og nú er vilji fyrir því að reyna að taka upp þráðinn á nýjan leik. H-59 ehf. á Skagaströnd hefur í hyggju að standa árlega fyrir skákmóti sem kallast Skákmót Skagastrandar.
Meira

Umsjón hátíðarhalda á 17. júní 2024

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnaþings vestra auglýsir eftir aðila, félagasamtökum eða einstaklingum sem eru reiðubúnir að taka að sér umsjón með undirbúningi og framkvæmd hátíðarhalda á Hvammstanga á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2024.
Meira

Kryddlögur á grillkjötið og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 16, 2023, eru Hreiðar Örn Steinþórsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og ökukennari og Þorbjörg Sandra Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Árskóla. Þau búa í Drekahlíðinni á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn, þau Dagmar Lilju, Hilmar Örn, Hörpu Sif og Völu Marín.
Meira

Spurning um forgangsröðun - þarf eitt að útiloka annað?

Hvers vegna þarf að forgangsraða einu umfram annað og stilla upp tveimur valkostum um hvort sé mikilvægara fyrir samfélagið – menntastofnanirnar eða menningarstofnanirnar? Getum við ekki sammælst um að starfsemi beggja sé mikilvæg og hlúa þurfi að hvoru tveggja? Jafnvel væri ráð að fagna þeirri meðgjöf sem framkvæmdir munu hljóta frá stjórnvöldum í stað þess að stilla þeim upp á móti hvorri annarri og afþakka það fjármagn sem ríkið mun leggja fram til nauðsynlegra framkvæmda. Ljóst er að annað hvort þarf sveitarfélagið að standa straum af öllum kostnaði við varðveislurými eða fá til þess stuðning frá ríkinu í formi framlags til menningarhúss.
Meira