Fréttir

„Það er fólkið sem er ómissandi“

„Húnavaka þróast með hverju árinu þó við höldum alltaf í gamlar góðar hefðir líka. Fyrir tveimur árum gerðum við verulegar breytingar, m.a. á staðsetningu hátíðarsvæðisins. Við reynum ávallt að bæta við nýjum og spennandi viðburðum sem gera hátíðina enn skemmtilegri og fjölbreyttari,“ segir Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, reynslubolti í stjórnun Húnavöku, þegar Feykir spyr hvort Húnavakan sé alltaf að vinda upp á sig. Dagskráin er sérlega metnaðarfull og glæsileg í ár en Húnavakan verður á Blönduósi dagana 18. til 21. júlí.
Meira

Upp'á palli, inn'í tjaldi, út'í fljóti með Áskeli Heiðari

„Hvernig er það, er ekkert að gera hjá þér Heiðar? Hvað ertu að gera í útvarpinu?“ spyr Feykir einn splunkunýjasta útvarpsmann landsins. Hann svarar því til að sem betur fer sé enginn skortur á skemmtilegum verkefnum.
Meira

Hlíðarendapiltar heimsækja Stóla í Fótbolti.net bikarnum

Í kvöld fara fram 16 liða úrslit í Fotbolta.net bikarnum. Liðsmenn Tindastóls munu skella á sig takkaskónum af þessu tilefni en strákarnir gerðu sér lítið fyrir og lögðu 2. deildar lið Reynis Sandgerði í 32 liða úrslitum fyrr í sumar, 2-0. Að þessu sinni mæta Hlíðarendapiltar á Krókinn.
Meira

Verð nokkuð virkur þátttakandi í Húnavöku

Stefán Ólafsson, hæstaréttarlögmaður og gítarleikari, býr að Heiðarbraut númer 8 á Blönduósi en þessa dagana er hann mest að vinna eftir gott þriggja vikna sumarfrí á Spáni. Hvað skildi hann ætla að gera í Húnavöku?
Meira

Prófessor Skúli fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur Beverton orðuna

Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, hlýtur í ár þann heiður að vera sæmdur Beverton orðu (Beverton Medal) Breska fiskifræðifélagsins (Fisheries Society of the British Isles). Hún er veitt einstaklingi fyrir framúrskarandi rannsóknir og langan feril er snýr að fiskum og nýtingu þeirra. Skúli er fyrsti Íslendingurinn sem fær þessi verðlaun.
Meira

Reisa nýtt vitaljós á sama stað

Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að hinn rúmlega aldargamli Gjögurviti á Ströndum féll á hliðina í suðvestan hvassviðri í desember 2023. Ástand stálgrindar vitans var orðið bágborið og grindin illa farin af ryði. Vitinn var strax aftengdur. Í byrjun júlí fór vinnuflokkur á vegum Vegagerðarinnar á staðinn til að búta stálgrindina niður og flytja í burtu. Starfsfólk Vegagerðarinnar fjarlægði brak úr vitanum í byrjun júlí en til stendur að reisa annað vitaljós á sama stað fyrir lok sumars.
Meira

Húnabyggð auglýsir Húnavelli til leigu

Nú er tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki í ferðaþjónustu þar sem opnað hefur verið fyrir umsóknir um leigu á Húnavöllum segir á Facebooksíðu Húnabyggðar. En á Húnavöllum er m.a. hótelbygging, matsalur og íþróttasalur, fimm nýupgerðar íbúðir, sundlaug og heitur pottur, tjaldsvæði, sparkvöllur og leiksvæði. Auk þess er staðsetning Húnavalla sérlega góð, skammt frá þjóðvegi 1 en að sama skapi ríkir mikil kyrrð á staðnum.
Meira

Mögnuð tónlistarveisla í Bjarmanesi á laugardaginn

Menningarmiðja Norðurlands og Minningarsjóðurinn um hjónin frá Vindhæli og Garði standa fyrir tónleikum í menningar- og samveruhúsinu Bjarmanesi á Skagaströnd nk. laugardag 20. júlí kl. 20:30. Tónleikarnir eru mikill fengur fyrir áhugafólk um vel flutta þjóðlagatónlist en í Bjarmanesi troða upp íslenska þjóðlagasveitin BREK og bandaríski blágrasbræðingurinn Hank, Pattie & the Current.
Meira

Nytjamarkaðir á Norðurlandi

Mig hefur lengi langað til að fara á rúntinn og þræða nytjamarkaði á Norðurland því á þessu svæði og reyndar á öllu landinu er heill hellingur af svona búðum og mörkuðum. Eini ókosturinn er opnunartíminn því hann er svo misjafn en síðastliðna helgi var ég fyrir sunnan og kíkti að sjálfsögðu í eina slíka, í Portið, sem er ein af mínum uppáhalds. Ég get nefnilega gleymt mér, ef ég hef tíma, inni í svona verslunum við að skoða alls konar drasl og gersemar og enda yfirleitt á því að kaupa eitthvað sem mig vantaði alls ekki. Sumir tala um að fara inn í þessar verslanir til að „spara“, ætli það sé ekki þegar fólk er að gefa hlutum og fötum nýtt líf með því að mála, laga og breyta, en ég er nú ekki mikið í því, ég kaupi bara. 
Meira

Skemmtiferðaskip heimsótti Drangey

Því er misskipt mannanna láni. Fyrstu vikuna í júlí kom skemmtiferðaskipið Azamara Quest í Skagafjörðinn, fékk fínar móttökur en gestir fengu engu að síður norðanhryssing og þokudrullu. Í dag kom til hafnar á Sauðárkróki National Geographic Explorer í rjómablíðu, heiðskýru, hlýju og stilltu veðri. Fyrst staldraði skipið þó við í Drangey og nokkur hópur farþegar fór upp í eyju í fylgd þeirra hjá Drangeyjarferðum.
Meira