„Það er fólkið sem er ómissandi“
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Mannlíf
17.07.2024
kl. 09.57
„Húnavaka þróast með hverju árinu þó við höldum alltaf í gamlar góðar hefðir líka. Fyrir tveimur árum gerðum við verulegar breytingar, m.a. á staðsetningu hátíðarsvæðisins. Við reynum ávallt að bæta við nýjum og spennandi viðburðum sem gera hátíðina enn skemmtilegri og fjölbreyttari,“ segir Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, reynslubolti í stjórnun Húnavöku, þegar Feykir spyr hvort Húnavakan sé alltaf að vinda upp á sig. Dagskráin er sérlega metnaðarfull og glæsileg í ár en Húnavakan verður á Blönduósi dagana 18. til 21. júlí.
Meira