feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.03.2024
kl. 10.48
siggag@nyprent.is
Gærurnar, sem er hópur kvenna sem halda úti nytjamarkað á Hvammstanga, gáfu unglingunum í félagsmiðstöðinni Óríon góða gjöf er þær festu kaup á Playstation tölvu og fjarstýringum fyrir félagsmiðstöðina. Hugmyndin af kaupunum æxlaðist þannig að í vetur leitaði kjúklingaráð, hópur unglinga innan skólans, til þeirra með bréf þar sem þær voru spurðar hvort Gærurnar sæju sér fært að aðstoða krakkana með kaup á Playstation tölvu og fjarstýringum. Ekki stóð á svörum frá þeim og hafa þær komið færandi hendi með tölvuna. Fulltrúar kjúklingaráðs, nokkrir krakkar og starfsmenn Óríon tóku við þessari höfðinglegu gjöf á dögunum. Gleðin var mikil hjá unga fólkinu og þakks þau Gærunum kærlega fyrir þessa góðu gjöf.
Meira