Fréttir

Leikur í Síkinu á morgun hjá Mfl. kvenna á móti Stjörnunni

Á morgun mun ungmennaflokkur Stjörnunnar mæta í Síkið og spila við meistaraflokk kvenna kl. 18 og því um að gera að mæta og hvetja stelpurnar áfram til sigurs. Þetta verður í þriðja skiptið sem þessi lið etja kappi í vetur og hafa Stólastúlkur unnið báðar viðureignirnar, fyrri leikurinn fór 85-65 og sá seinni 100-59. Bæði liðin eru búin að spila fimmtán leiki og situr Stjarnan í 7. sæti en hefur aðeins unnið einn leik og tapað rest á meðan Stólastúlkur sitja í 5. sæti og hafa unnið tíu leiki og tapað fimm. Sl. laugardag bættist einn tapleikur við þegar að þær töpuðu með minnsta mögulega mun á móti KR 79-78 á Meistaravöllum. 
Meira

Tæp 460 tonn á Norðurlandi vestra vikuna 18. feb.– 24. feb.

Á Króknum lönduðu fjórir bátar/togarar rúmum 414 tonnum í fjórum löndunum. Á fisk.is segir að Málmey hafi verið við veiðar á Kolluáli og Látrabjargi og uppistaðan hafi verið þorskur og ýsa. Þá var Drangey einnig við veiðar á Kolluáli og uppistaða aflans hafi verið þorskur, ýsa og karfi.
Meira

Húnabyggð og Skagafjörður höfnuðu styttingu þjóðvegar 1

Samgöngufélagið sendi bréf í byrjun febrúar á bæði Húnabyggð og Skagafjörð þar sem óskað var eftir afstöðu sveitarfélaganna um styttingu hringvegarins um svokallaða Húnavallaleið í Austur-Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði. Sérstaklega er kallað eftir afstöðu til þess að framkvæmdin verði fjármögnuð með veggjöldum þannig að hún taki ekki til sín fjármuni til annarra brýnna vegaframkvæmda. Bréfið var tekið til umræðu á fundi byggðarráðs Húnabyggðar þann 22. febrúar og hjá byggðaráði Skagafjarðar þann 21. febrúar og höfnuðu bæði sveitarfélögin hugmyndinni um styttingu þjóðvegar 1.
Meira

Íslensk erfðagreining heldur áfram að liðsinna sauðfjárbændum við arfgerðagreiningar

Í grein sem Bændablaðið birti í gær segir að Íslensk erfðagreining mun áfram veita sauðfjárbændum liðsinni við arfgerðagreiningar. Munu þær fara fram þegar safnast hefur upp hæfilegur skammtur sýna en gera má ráð fyrir að niðurstöðurnar komi a.m.k. mánaðarlega en eftir sauðburð verði stöðug greining í gangi fram á haustið. Öll sýni sem RML tekur verða send til Íslenskrar erfðagreiningar til greiningar. 
Meira

Hjörvar Halldórsson ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs

Á heimasíðu Skagafjarðar segir að sveitarstjórn Skagafjarðar hafi ráðið Hjörvar Halldórsson í starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs en staðan var auglýst laus til umsóknar í janúar sl. Alls bárust sex umsóknir um stöðuna en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Meira

Íbúafundur vegna deiliskipulagstillögu Freyjugarðs á Króknum í dag kl. 17:00

Skipulagsnefnd Skagafjarðar boðar til íbúafundar í dag, miðvikudaginn 28. febrúar, kl. 17-18 í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Freyju í Stóra salnum/fundarsal Skagafjarðar, Sæmundargötu 7a (2. hæð) á Sauðárkróki. Á dagskrá fundarins verður kynning á deiliskipulagstillögu Freyjugarðsins og umræður í kjölfarið. Allir velkomnir
Meira

Glitraðu með einstökum börnum á morgun, 29. febrúar

Á morgun, 29. febrúar 2024, er alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma og hefur félag Einstakra barna óskað eftir að fólk glitri þeim til stuðnings. Þá verður málþingið Við höfum rödd – er þú að hlusta? einnig haldið á morgun á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12:30-15:30 og eru allir velkomnir á það og fer skráning fram á heimasíðu félagsins, einnig er hægt að skanna QR kóða sem er inni í fréttinni sem fer með þig beint á skráningarsíðuna.
Meira

Grásleppuvertíðin hefst á föstudaginn

Það brá til tíðinda þann 22. febrúar þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, und­ir­ritaði reglu­gerð þess efn­is, sem staðgeng­ill mat­vælaráðherra, að flýta grásleppuveiðum. Var þessi ákvörðunin tekin í kjöl­far þess að Landssamband smábátaeigenda sendi beiðni um að flýta upphafsdegi til að ná fyrr inn á markað í Danmörku með grásleppuhrognin. 
Meira

Skipakomur í Hvammstangahöfn

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að Norska leiðangursskipið Sjovejen liggi nú við bryggju í Hvammstangahöfn. Skipið er 331 brúttótonn og er þar til að taka upp farþega á leið í fjögurra daga siglingu til Grænlands á vegum franskrar ferðaskrifstofu. Rúmar það tólf farþega. Skipið mun hafa þrjár viðkomur í höfninni í febrúar og mars.
Meira

Skagaströnd Íslandsmeistari í bílskúrseigu

Hverjum datt í hug að búa til félag sem heitir Félag íslenskra bílskúreigenda? allavega einhverjum á Íslandi:) En þeir hafa haldið til haga að tilkynna hvaða bæjarfélag sé með flestu bílskúrana miðað við íbúafjölda og eins og staðan er í dag þá virðist sem Skagaströnd sé komið í fyrsta sæti og eru því nýkríndir Íslandsmeistarar í bílskúrseigu. Samkvæmt Þjóðskrá býr þar 461 einstaklingur og þar er 91 bílskúr sem gerir 0,19 bílskúr per haus á Skagaströnd en næst á eftir situr Bolungarvík með 0,17 bílskúr per haus.
Meira