„Fornleifafræðingar eru almennt óþolinmótt fólk,“ segir Ásta Hermannsdóttir
Feykir.is fjallaði nýverið um fornleifauppgröftinn á Höfnum á Skaga en síðan þá hefur ýmislegt forvitnilegt gerst í rannsókninni. Hægt er að fylgjast með framgangi hennar í vikulegum færslum á Facebook-síðu Byggðasafns Skagfirðinga. Þar sagði þann 25. júní sl.: „Þá er fjórða vikan á Höfnum á Skaga hafin. Þótt ekki hafi fundist eins mikið af gripum og á sama tíma og í fyrra, þá fór fljótlega í lok annarrar viku rannsóknarinnar að glitta í merkilega uppgötvun. Í meintu nausti, sem er suðvestast á uppgraftarsvæðinu, fór að koma í ljós mikill fjöldi bátasauma. Þegar móta fór fyrir kjölfari innst í naustinu og viðarleifar fóru að sjást inn á milli bátasaumanna þótti ljóst að fundinn væri bátur sem skilinn hefði verið eftir í naustinu og grotnað þar niður. Er um mjög merkilegan fund að ræða þar sem þetta er í fyrsta sinn sem bátur, sem ekki er í kumli, er grafinn upp á landi hérlendis.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.