Vel heppnuðu Króksmóti lokið

Það eru öll trikkin í bókinn reynd á Króksmóti og sum eru sennilega bara í smáa letrinu. MYNDIR: SIGURÐUR INGI
Það eru öll trikkin í bókinn reynd á Króksmóti og sum eru sennilega bara í smáa letrinu. MYNDIR: SIGURÐUR INGI

Króksmótið í knattspyrnu fór fram á Sauðárkróki um helgina og bærinn fullur af kátum knattspyrnuköppum í yngri kantinum. Samkvæmt upplýsingum Feykis voru 520 þáttakendur á mótinu og alls 87 lið skráð til leiks.

Að sögn Þrastar Magnússonar, formanns barna- og unglingadeildar knattspyrnudeildar Tindastóls gekk mótið frábærlega. „Veðrið frábært miðað við önnur mót í sumar, allir glaðir og ánægðir með mótið held ég,“ sagði Þröstur nokkuð brattur.

Þrátt fyrir að Króksmóti eigi sér sögu aftur á síðustu öld þá virðast enn ný lið mæta til leiks á Krókinn. Þannig var til dæmis lið frá ÍBV í Vestmannaeyjum með um helgina – það man í það minnsta enginn eftir að það hafi gerst áður en þó rétt að fullyrða ekki neitt.

Myndirnar sem hér fylgja tók Sigurður Ingi og sendi Feyki nú seinni partinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir