Skemmdarverk í Húnaskóla talin upplýst

Myndin sýnir skemmdarverk í mötuneyti skólans. AÐSEND MYND AF VEF RÚV
Myndin sýnir skemmdarverk í mötuneyti skólans. AÐSEND MYND AF VEF RÚV

Lögreglan á Norðurlandi vestra, sem fer með rannsókn á skemmdarverkum sem unnin voru í Húnaskóla fyrr í vikunni, telur að málið sé upplýst, en veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Rúður voru brotnar og nýlegir bakaraofnar eyðilagðir og er haft eftir Önnu Margréti Sigurðardóttur, aðstoðarskólastjóra Húnaskóla að allt bendi til þess að einungis hafi verið um skemmdarverk að ræða, ekki þjófnað.

Anna segir að ekki sé búið að meta tjónið, sem sé talsvert, einhverjar milljónir, en tækin voru keypt í fyrra. Leikskóli Húnabyggðar nýtir mötuneytið í skólanum og leikskólastarf átti að hefjast á fimmtudaginn eftir sumarfrí.

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir