Rústir Þingeyraklausturs loks fundnar

Hér sést yfir rannsóknasvæðið. Grafið í klausturrústunum og kirkjugarðinum. Þingeyrakirkja í baksýn.  MYND AF RÚV.IS / Andrea María Sveinsdóttir
Hér sést yfir rannsóknasvæðið. Grafið í klausturrústunum og kirkjugarðinum. Þingeyrakirkja í baksýn. MYND AF RÚV.IS / Andrea María Sveinsdóttir

Ríkisútvarpið segir frá því að eftir fornleifarannsóknir á Þingeyrum í Húnaþingi frá árinu 2014 hafi rústir Þingeyraklausturs loks fundnar. Sagt er frá því í fréttinni að torf virðist hafa verið þar eina byggingarefnið, hvorki timbur eða grjót. Merkilegir trúargripir frá kaþólskum tíma hafa fundist í gröfum klaustursins.

Á Þingeyrum voru mikil umsvif og margar byggingar en þar var búið í yfir þúsund ár og starfrækt klaustur frá 1100 til 1550. Að finna sjálfar klausturrústirnar þykir marka tímamót í uppgreftrinum.

„Við höfum verið að síðan 2014 nánast á hverju ári með ýmsar rannsóknir að leit að klausturrústunum og svo í fyrrasumar loksins komum við niður á þær,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, í samtali við RÚV en hún stýrir þessum rannsóknum. Þar sem svo mikið hafi verið af byggingum þarna, voru þau ekkert sérlega vongóð að finna eitthvað heillegt af klausturrústunum. „En í fyrrasumar færðum við okkur út af þessu athafnasvæði bæjarins og vorum svona heppin að finna loksins klaustrið. Rústirnar eru mjög heillegar og greinilega óskemmdar af seinni tíma byggingum sem er bara mjög merkilegt,“ segir Steinunn.

Sjá nánar á RÚV.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir