Nú mótum við saman nýja sóknaráætlun fyrir Norðurland vestra
Samstaða, jákvæðni og bjartsýni – Drifkraftur íbúa mótar samfélagið.
Aukin nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf – Öflugt atvinnulíf styður við lífsgæði á svæðinu.
Góður staður til að búa á – Blómlegt menningarlíf og fjölskylduvænt samfélag.
Landshluti í sjálfbærri uppbyggingu – Samfélag í forystu í umhverfismálum.
Fundir verða á eftirtöldum stöðum á svæðinu:
Félagsheimilið á Hvammstanga - 20. ágúst kl. 17:00 – 19:00.
Félagsheimilið á Blönduósi - 21. ágúst kl. 17:00 – 19:00.
Félagsheimilið Ljósheimar í Skagafirði - 22. ágúst kl. 17:00 – 19:00.
Barnahorn verður í boði fyrir börnin á meðan á fundum stendur og í lok funda verða grillaðar pylsur. Allir íbúar svæðisins eru velkomnir og frjálst er að mæta á alla fundina og/eða fund sem er ekki í þínu sveitarfélagi.
Skoðun allra skiptir máli!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.