Hólahátíð er dagana 17.-18. ágúst

Frá Hólahátíð 2023. MYND: ÓAN
Frá Hólahátíð 2023. MYND: ÓAN

Árleg Hólahátíð er nú um helgina á Hólum í Hjaltadal og að venju er dagskráin fjölbreytt. Megindagskráin er á sunnudag en hátíðarmessa hefst í Hóladómkirku kl. 14:00. Þar mun Agnes M. Sigurðardóttir biskup prédika og kveðja Hólastifti. Hátíðarsamkoma hefst kl. 16:00 í Hóladómkirkju en þar er ræðumaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Á laugardag hefjast hátíðarhöld á Pílagrímagöngu úr Svarfaðardal heim til Hóla. Rúta fer frá Hólum kl. 8.00 og lagt verður af stað frá Atlastöðum kl.10.00. Göngustjóri: Sr. Þorgrímur Daníelsson. Pílagrímaganga upp í Gvendarskál. Lagt af stað frá Hólum kl. 14.00. Göngustjóri Karl Lúðvíksson. Skráning í síma 893-7838. Helgistund í Hóladómkirkju kl. 18.30 þar sem tekið verður á móti pílagrím-um og skírnarinnar minnst. Kvöldverður á Kaffi Hólum.

Dagskrá sunnudag 18. ágúst

Kl. 10:00
Tíðargjörð í Hóladómkirkju.

Kl. 11:00
Orgeltónleikar í Hóladómkirkju. Dr. Vidas Pinkevicius og dr. Ausra Motuzaite-Pinkeviciene, alþjóðlegir konsertorganistar og kennarar við Háskólann í Vilníus í Litháen, leika á orgel kirkjunnar.

Kl. 14:00
Hátíðarmessa í Hóladómkirkju þar sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédikar og kveður Hólastifti. Sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum, sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti og sr. Guðrún Karls Helgudóttur, nýkjörin verðandi biskup Íslands, þjóna fyrir altari. Skagfirski kammerkórinn og Kirkjukór Hóladómkirkju syngja. Organisti er Jóhann Bjarnason.

Kl. 15:15
Veislukaffi – Kaffi Hólar.

Kl. 16:10
Hátíðarsamkoma í Hóladómkirkju. Ræðumaður er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Tónlist flytja Berglind Stefánsdóttir og Sigurgeir Agnarsson.

Tónleikar dagana fyrir Hólahátíð

Þá minnir Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum á orgel-tónleika í aðdraganda Hólahátíðar en Dr. Ausra og dr. Vidas munu einnig vera með orgeltónleika á vegum vígslubiskupsembættisins í Blönduóskirkju þriðjudaginn 13. ágúst kl. 13.00 og í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 14. ágúst kl. 20.00. Þá verða einnig tónleikar í Hóladómkirkju 14. ágúst kl. 20.00 en þar mun þýskur stúlknakór, Pfälzische Kurr-ende, syngja undir stjórn Carola Bischoff.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir