Glæsileg frammistaða PKS krakka á Dartung sl. helgi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
10.03.2025
kl. 11.20
Um helgina fór fram fyrsta umferð í Dartung sem er unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is í pílukasti. Þetta er mót fyrir unga pílukastara á aldrinum 9-18 ára og var mótið haldið í aðstöðu Pílukastfélags Reykjanesbæjar. Sex krakkar tóku þátt á mótinu að þessu sinni frá PKS, tvær stelpur og fjórir strákar, og var þetta fyrsta mót þeirra allra fyrir utan Skagafjörð. Þeir sem fóru fyrir hönd PKS voru Arnór Tryggvi Friðriksson, Birna Guðrún Júlíusdóttir, Friðrik Elmar Friðriksson, Friðrik Henrý Árnason, Nína Júlía Þórðardóttir og Sigurbjörn Darri Pétursson. Á Facebook-síðu PKS segir að krakkarnir hafi staðið sig frábærlega vel og afraksturinn hafi verið tvö brons og tvö silfur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.