Undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðs tjaldsvæðis við Sauðárgil

Hér sér yfir hluta þess svæðis sem áætlað hefur verið undir tjaldsvæði á Sauðárkróki. SKJÁSKOT ÚR KYNNINGARMYNDBANDI
Hér sér yfir hluta þess svæðis sem áætlað hefur verið undir tjaldsvæði á Sauðárkróki. SKJÁSKOT ÚR KYNNINGARMYNDBANDI

Um miðjan mars auglýsti skipulagsfulltrúi Skagafjarðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna nýs tjaldsvæðis við Sauðárgil á Sauðárkróki. Staðsetning tjafldsvæðis á Króknum hefur löngum verið bitbein íbúa og lengi verið leitað að hentugri staðsetningu. Tjaldsvæðið við sundlaugina verður senn að víkja vegna byggingar væntanlegs menningarhúss sunnan Safnahúss Skagfirðinga en tillaga um að gera tjaldsvæði við Sauðárgil, norðan Hlíðarhverfis, er umdeild. Hefur nú verið sett af stað undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem hægt er að mótmæla fyrirhuguðum breytingum.

Hafa 135 þegar skrifað undir en undirskriftasöfnunin, sem fór af stað um liðna helgi, er opin til og með 30. apríl nk. Ábyrgðarmaður söfnunarinnar er Guðlaug Kristín Pálsdóttir.

Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninn á Ísland.is segir: „Undirskriftarsöfnun vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á tjaldsvæði við Sauðárgil á Sauðárkróki. Með undirritun minni mótmæli ég fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi og deiluskipulagi sem sveitastjórn Skagafjarðar leggur fram hjá Skipulagsstofnun að uppbyggingu á tjaldsvæði við Sauðárgil. * Mál nr.515/2023 í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar; Afþreyingar- og ferðamannasvæði við Sauðárgil á Sauðárkróki, breyting á aðalskipulagi. * Mál nr.516/2023 í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar; Tjaldsvæði við Sauðárgil. Við vísum í fjölmargar umsagnir sem settar hafa veið inn á bæði málin inn á skipulagsgatt.is Við óskum eftir því að sveitastjórnin taki málið upp aftur og hverfi frá þessum áformum. Málinu sé fundinn annar farvegur og uppbygging fari fram á öðrum stað og í sátt við íbúa Skagafjarðar.“

Hægt er að kynna sér skipulag og staðsetningu fyrirhugaðs tjaldsvæðis á síðu Skagafjarðar >

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir