Á himni lækkar sólin

Þarna er sólin einhversstaðar á bakvið Tindastólinn. MYND: GUÐMUNDUR SVEINSSON
Þarna er sólin einhversstaðar á bakvið Tindastólinn. MYND: GUÐMUNDUR SVEINSSON

Ekki getum við kvartað undan veðrinu í dag! Eftir talsverðan veðurhasar síðustu vikur þar sem skipst hafa á skin og skúrir – en þó aðallega skúrir – þá virðast rólegheitin ætla að verða aðal heitin næstu daga. Vindurinn virðist hafa lagst til hvíldar, í það minnsta kominn í langt helgarfrí, en hitastigið næstu fjóra daga virðist eiga að rokka á milli 0-10 gráður að meðaltali.

Á miðvikudaginn í næstu viku fer að hreyfa vind á ný og nokkur snjókorn hafa slæðst inn á veðurkort Veðurstofunnar en þó aðallega til fjalla.

Það er komið haust, myrkrið farið að segja til sín á kvöldin og næturnar svartar. En mikið óskaplega getur nú verið fallegt að fylgjast með sólinni hníga til viðar. Meistari Guðmundur Sveinsson skellti í vísu á Facebook og lét fylgja með þessa fínu mynd til að styðja mál sitt.

Hallar degi húmar að
á himni lækkar sólin.
Brátt hún býr sér næturstað
bak við Tindastólinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir