Forsæludalur kominn í eigu Orkusölunnar

Vatnsdalurinn fagri. MYND: ÓAB
Vatnsdalurinn fagri. MYND: ÓAB

„Best hefði verið fyrir sveitina að áfram væri búskapur á jörðinni en það lá fyrir við búskaparlok fyrri eigenda að líklega væri hefðbundnum búskap í Forsæludal lokið,“ segir Jón Gíslason, bóndi á Hofi í Vatnsdal, aðspurður um kaup Orkusölunnar á jörðinni Forsæludal sem er fremsta byggða ból í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Gengið var frá kaupunum í síðasta mánuði.

Í frétt Morgunblaðisins um kaupin kemur fram að Orkusalan hafi í hyggju að kanna möguleika til raforkuframleiðslu með virkjun vatnsafls í landi jarðarinnar em Vatnsdalsá rennur þar í gegn.

Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að félagið sé að skoða kosti víða um land og hvaða kostir séu í orkuöflun þess. Orkussalan á sex virkjanir víðs vegar um land og þ.m.t. Skeiðsfossvirkjun í Fljótum.

Feykir spurði Jón Gíslason hvort heimamenn hefðu áhyggjur af því að stórfyrirtæki væru að ásælast jarðir eða dali. „Ég veit ekki hvort nokkur fagni kaupum Orkusölunnar en ætla þó að leyfa þeim að njóta vafans. Það hefði ekkert endilega verið betra að einhverjir hlunnindajarðasafnarar hefðu keypt,“ sagði Jón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir