Spáð snjókomu og éljum á morgun
Færð á vegum á Norðurlandi vestra er alla jafna góð nú að morgni en víðast hvar er greiðfært. Þó eru hálkublettir í Blönduhlíð og á Öxnadalsheiði og sömuleiðis á Þverárfjalli og á stöku stað á þjóðvegi 1 í Húnavatnssýslum. Útlit er fyrir ágætis veður í dag en með kvöldinu þykknar upp og má búast við snjókomu í nótt en dregur úr með morgninum.
Í spá Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra næstu daga segir: „Breytileg átt 3-8 og skýjað með köflum. Snjókoma í nótt. Gengur í norðaustan 8-13 á morgun með éljum. Hiti að 4 stigum yfir daginn.“ Það róast síðan veðrið á föstudag og jafnan spáð úrkomulausu en um helgina virðumst við aftur fá stillt og bjart veður.
Hvar voru þessar stilltu og björtu helgar í sumar?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.