Jón Oddur keppir í pílu á erlendri grundu

Jón Oddur stillir miðið. NYND AF FB-SÍÐU PKS
Jón Oddur stillir miðið. NYND AF FB-SÍÐU PKS

Einn félagi í Pílukastfélagi Skagafjarðar er að fara að taka þátt í stóru alþjóðlegu móti dagana 9.-13. október næstkomandi. Í tilkynningu á Facebook-síðu PKS er sagt frá því að Jón Oddur Hjálmtýsson er að fara í keppnisferð til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í þremur keppnum; WDF World Open, WDF World Masters og WDF World Championship Qualifier.

Jón er einn af tólf Íslendingum sem tekur þátt í þessu móti en af þessum tólf þá voru fjórir leikmenn sem unnu sér keppnisrétt á mótunum en ÍPS valdi átta leikmenn til þess að taka þátt og var Jón Oddur einn af þeim.

„Við hjá PKS óskum Jón Oddi sem bestu gengi á þessu móti og erum við virkilega stoltir af því að hafa svona sterkan spilara í okkar klúbbi og að öll hans vinna til að ná þeim áfanga að vera valinn til að taka þátt í svona sterku móti fyrir hönd ÍPS er hvatning fyrir okkur öll í klúbbnum til að bæta okkur,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir