Styttist í lokasýningu á Línu Langsokk
Leikritið um Línu Langsokk, sem Leikfélag Sauðárkróks sýnir um þessar mundir, hefur fengið mikið lof áhorfenda enda Lína bráðskemmtileg með sín stórkostlegu uppátæki. Uppselt hefur verið á flestar sýningar og alveg pakkað um helgar.
Nú fer að styttast í lok sýningatímabils en auk föstudags-, laugardags- og sunnudagssýninga hefur tveimur verið bætt við í næstu viku, þriðjudaginn 5. og miðvikudaginn 6. nóvember. Allir hvattir til að panta miða og upplifa skemmtilega samveru með Línu og félögum.
Sýningum í gær og í dag var frestað vegna veikinda eins leikarans en gert er ráð fyrir að allt verði með eðlilegu sniði á föstudag þegar næsta sýning verður. En svona er sýningarplanið fram að lokasýningu:
9. sýning föstudag 1. nóvember kl 18:00
10. sýning laugardag 2. nóvember kl 14:00
11. sýning sunnudag 3. nóvember kl 14:00
12. sýning þriðjudaginn 5. nóvember kl 18:00
Lokasýning miðvikudaginn 6. nóvember kl 18:00
Almennt miðaverð 3.500 kr. Hópar, eldri borgarar, öryrkjar og grunn og leikskóla börn 3.000 kr. Miðapantanir eru í síma 849-9434
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.