Hvað vilja bændur sjálfir? | Sigurjón Þórðarson skrifar

Sigurjón Þórðarson, Flokki fólksins. MYND AF VEF ALÞIINGIS
Sigurjón Þórðarson, Flokki fólksins. MYND AF VEF ALÞIINGIS

Landbúnaður er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein og því áríðandi að skapa skilning og víðtæka sátt um greinina. Í umræðunni fer hátt að reyna eigi til þrautar á lögmæti umdeildra laga sem fólu það í sér að fella úr gildi samkeppnislög um kjötafurðastöðvar. Lögin voru dæmd ólögleg í héraði enda voru þau ekki sett með réttum stjórnskipulegum hætti. Engu að síður þá eru enn háværar raddir þess efnis að það eigi láta reyna á niðurstöðu Hæstaréttar í málinu vegna nauðsynjar þess að ná fram verkaskiptingu og hagræðingu við slátrun búfjár.

Málið er að það má ná fram umræddri hagræðingu innan gildandi samkeppnislaga að ákveðnum skilyrðum uppfylltum sem felast fyrst og fremst í því að tryggja að bændur og neytendur fari ekki varhluta af ávinningi af hagræðingunni.

Til þess að skapa breiða sátt um greinina þá ætti það að vera í forgangi að tryggja að slík umgjörð verði sett, en það er allra hagur.

Það eru ekki mörg ár síðan að gerð var áhugverð könnun meðal bænda um samkeppni á mörkuðum um búvörur og bar þá ekki á öðru en bændur vildu bæta til muna samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum frekar en hitt en eftirfarandi kom m.a. fram:

"Um og yfir 90% hrossa- og sauðfjárbænda og 75% nautgripabænda telja samningsstöðu bænda almennt vera veika eða enga gagnvart afurðastöðvum"

Það er mikilvægt að vinna hratt og vel að niðurstöðu sem eykur hagræðingu með skilyrðum sem tryggja hag bænda og neytenda.

Sigurjón Þórðarson
þingmaður Flokks fólksins Norðausturkjördæminu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir