Slagarasveitin gefur út sitt fyrsta lag
Næstkomandi laugardag ætlar hljómsveitin Slagarasveitin að spila nokkur lög á Veitingarstaðnum Sjávarborg á Hvammstanga og hefst viðburðurinn kl:20:30. Tilefnið er að hljómsveitin var að gefa út sitt fyrsta lag sem heitir Sæludalur en finna má lagið á Spotify ásamt myndbandi á Youtube.
Slagarasveitin var stofnuð á Hvammstanga í desember árið 1986. Frá þeim tíma hefur hljómsveitin starfað með misjafnlega löngum hléum en áhuginn, krafturinn og gleðin eru alltaf til staðar.
Stofnendur Slagarasveitarinnar og meðlimir frá upphafi eru:
Geir Karlsson, bassi og söngur
Ragnar Karl Ingason, gítar,og sögur
Skúli Þórðarson, trommur, ásláttur og söngur.
Í dag eru Stefán Ólafsson (gítar og söngur) og Valdimar Gunnlaugsson (söngur) einnig meðlimir sveitarinnar.
Tónleikarnir hefjast kl:20:30 og er aðgangur ókeypis.
/Tilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.