Skagfirðingabók komin út

Á forsíðu bókarinnar er mynd af Webley skammbyssu sem Kristján Sölvason fann eftir stríð í skotgröfum breska hersins ofan við Eyrina.
Á forsíðu bókarinnar er mynd af Webley skammbyssu sem Kristján Sölvason fann eftir stríð í skotgröfum breska hersins ofan við Eyrina.

Út er komin 38. rit Skagfirðingabókar Sögufélags Skagfirðinga sem, líkt og allar götur frá árinu 1966, flytur lesendum sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Meðal efnis er heilmikil samantekt Ágústs Guðmundssonar um hernámsárin 1940-1942, Þegar Krókurinn varð hluti af heiminum.

 

Annað efni í bókinni, og tengist einnig stríðsrekstri, er þáttur Hjalta Pálssonar um  heimstyrjöldina í Hjaltastaðakoti í Blönduhlíð.

Þá má finna æviþátt Kristínar Sölvadóttur, Stínu í Syðribúðinni eftir Sölva Sveinsson.

Hannes Pétursson: Í fallgryfju.

Páll Sigurðsson: „Fjarri hlýju hjónasængur“. Fyrrum prestur og sýslumaður dæmdur til dauða fyrir siðgæðisbrot.

Svanhildur Óskarsdóttir: Konráð Gíslason og Njáluútgáfan mikla.

Axel Kristjánsson: Jón Austmann og Reynistaðabræður.

Sigurjón Páll Ísaksson er með tvo þætti: Beinafundur í Guðlaugstungum 2010 og Enn um Þórðarsögu hreðu. Garðshvammur í Hjaltadal og fleira.

Á bókarkápu segir það sé von ritstjórnar að bókin og efni hennar falli lesendum vel í geð og þeir veiti áfram öflugan stuðning við útgáfu Skagfirðingabókar.

Hægt er að gerst áskrifandi að bókinni í síma 453 6261 eða með því að senda tölvuskeyti í netfangið: saga@skagafjordur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir