Lukkuklukkur - Nýtt lag með Gillon

Út er komið lagið Lukkuklukkur með Gillon, Gísla Þór Ólafssyni, sem tekið var upp hjá Sigfúsi Arnari Benediktssyni í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki, en þar vinna þeir félagar að 5. plötu Gillons, Bláturnablús, sem væntanleg er á næsta ári. Að sögn Gísla var texti viðlagsins upprunalega „klukkur klukkur klingja“ en Guja, kona Gísla, misskildi það sem Lukkuklukkur er hann flutti það fyrir hana í byrjun árs 2017.

Fyrsta platan með Gillon kom út árið 2012 og nefnist hún Næturgárun. Svo komu í kjölfarið Bláar raddir, lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar, (2013) og Ýlfur (2014). Sú nýjasta kom út fyrir fjórum árum og heitir einfaldlega Gillon líkt og flytjandinn sjálfur. Þessir diskar eru nú allir aðgengilegir á Spotify

Hægt er að hlýða á nýja lagið á YouTube.  Lag og texti er eftir Gísla Þór Ólafsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir