KK og Álfablokkin
„Þetta lag er um dóttur mína, hana Sóleyju. Hún er fædd 1978 og þetta lag er samið 1993. Sóley er frumburður okkar. Hún breytist í þetta óargadýr sem unglingur getur verið. Hún vill bara fara sínar eigin leiðir. Hún vill ekki lengur fara út með ruslið, taka til í herberginu sínu, ryksuga," segir KK um lag sitt Álfablokkin.
„En áður, þá var hún hvers manns hugljúfi og alltaf til í allt. Já, ég skal gera það! Það var kominn einhver umskiptingur. Við vorum ekki vön þessu, þetta var fyrsti unglingurinn okkar. Þetta er um það. Þá bjuggum við í blokk í Álfheimunum. Svo kom hún heim með fyrsta kærastann, sem var úr Keflavík, suður með sjó. Hún kemur allt í einu heim með þennan strák með sítt, rautt flaksandi hár.
Hann var í útvíðum buxum. Þær voru trosnaðar að neðan og svo dró hann lappirnar og umlaði þegar hann talaði. Ég sá bara mig í þessum unga manni, það var nú ekki gott því ég hugsaði þá bara um eitt. Það fyrsta sem mér datt í hug var bara, ég vil drepa hann! Svo var þetta bara allt í lagi,“ segir KK í viðtali við Vísi árið 2015.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.