Opnun á Háholti ekki í plönum barnamálaráðherra
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
05.03.2025
kl. 12.34
Neyðarástand ríkir í meðferðarúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda en ekkert meðferðarheimili er nú til staðar fyrir drengi eftir að Lækjarbakka var lokað vegna myglu og starfsemi Stuðla var skert í kjölfar bruna í fyrra. Ekkert húsnæði sem hentar virðist í boði á höfuðborgarsvæðinu en bent hefur verið á Háholt í Skagafirði sem mögulegan kost en þar var öryggisvistun fyrir börn áður en starfsemin var lögð niður af ríkinu fyrir nokkrum árum. Svo virðist sem barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, hafi ýtt þeim möguleika út af borðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.