Kaffihlaðborð og basar í Varmahlíðarskóla sunnudaginn 11. mars
feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
07.03.2018
kl. 14.31
Á sunnudaginn næsta, 11. mars milli klukkan 15 og 17, verður hið árlega kaffihlaðborð og basar í Varmahlíðarskóla. Allur ágóði rennur þetta árið til Verum samfó hópsins, sem er sjálfsprottinn samhjálpar- og sjálfsstyrkingarhópur fólks sem hittist tvisvar í viku í Húsi frítímans til að styrkja geðheilsu sína með uppbyggilegri og styðjandi samveru.
Kaffihlaðborðið verður á 1900 krónur og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Á basarnum verður handverk og ýmislegt matarkyns til sölu.
Posi verður á staðnum.
Tökum höndum saman, styrkjum gott málefni og gerum okkur dagamun í leiðinni.
Kvenfélögin í Skagafriði, Samband skagfirskra kvenna og Vinnuvökunefnd.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.