Jólalag dagsins - Stúfur

Þvörusleikir kom í nótt til byggða en ekki tókst Feyki að finna neitt lag sem tileinkað er honum einum en í gær kom Stúfur og hann þekkja allir. Baggalútur samdi stórgott lag um þann ágæta jólasvein og var jólalag Baggalúts 2017. Lagið fjallar um hinn ofurflippaða jólasvein Stúf Grýlu– og Leppalúðason og á Bragi Valdimar Skúlason bæði lag og texta. Myndbandið var í höndum Hugleiks Dagssonar og fjöldi tónlistarmanna kom að undirleik og flutnigi lagsins.

Þeir eru:
Guðmundur Pálsson, söngur
Karl Sigurðsson, söngur
Friðrik Dór Jónsson, söngur
Bragi Valdimar Skúlason, raddir

Guðmundur Kristinn Jónsson, forritun
Samúel Jón Samúelsson, básúna
Óskar Guðjónsson, saxófónn
Kjartan Hákonarson, trompet

Guðmundur Pétursson, gítar
Helgi Svavar Helgason, trommur, slagverk
Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassi
Sigurður Guðmundsson, raddir, clavinet

Tómas Jónsson, píanó, hljómborð
Dísa Jakobsdóttir, raddir.

HÉR er hægt að sjá flutning sveitarinnar í sjónvarpsþættinum Kósýheit í Hveradölum sem notið hefur gríðarlegra vinsælda á RÚV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir