Glænýir Svartuggar Gísla Þórs komnir út

Út er komin ljóðabókin Svartuggar sem er 7. ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar á Sauðárkróki. Hann segir að við vinnslu bókarinnar hafi verið lagt upp með fiskaheiti og ýmsar upplýsingar um líferni fiska, útlit þeirra og atferli í sjónum. Það speglast svo við baráttu mannfólksins við hina ýmsu andlegu kvilla sem þjóðfélagið býður upp á.

Í bland við alvarlegan undirtón er húmorinn aldrei langt undan, en það er eitt af aðalsmerkjum höfundar. Gísli Þór Ólafsson er skjalavörður, skáld og tónlistarmaður sem hefur bæði gefið út ljóðabækur og geisladiska og m.a. lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar.

Hans fyrsta bók, Harmonikkublús kom út árið 2006.
Mynd á kápu: Ásgerður Arnar.
Útgefandi: gu/gí

Styrja
Acipenser sturio

Skeggjaði fiskinn kom til mín
með þríhyrndan bakugga
fótgangandi á skásporðinum
og sagði: úr hrognunum mínum færðu kavíar

komst þú alla leið frá Rússlandi? spurði ég
já, sagði hann
ég gekk þar upp í ár
við bakka

viltu smakka?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir