Gísli Árna og Árni Stef í Föstudagsþættinum - Myndband
feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
26.12.2017
kl. 13.58
Í Föstudagsþættinum á N4 mættu þeir eðaldrengir Gísli Árnason, formaður Karlakórsins Heimis í Skagafirði, og Árni Stefánsson, forsprakki Skokkhóps Sauðárkróks, og ræddu við þau Maríu Björk Ingvadóttur og Karl Eskil Pálsson. Tilefnið er sitthvor viðburðurinn hjá þeim Gísla og Árna.
Karlakórinn Heimir heldur áramótatónleika í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 29. desember klukkan 20:30 en Árni ætlar að hefja hið vinsæla áramótahlaup á gamlársdag klukkan 13 frá íþróttahúsi en skráning hefst klukkutíma fyrr á sama stað.
Hér fyrir neðan má nálgast Föstudagsþáttinn á N4.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.