Fjólan og Vordísin í Gránu nk. fimmtudag

Tónlistarkonurnar Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir frá Borgarfirði Eystra og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir á Sauðárkróki, hafa verið vinkonur síðan þær límdust saman, líklega einhvern tímann um árið 2003. Nú ætla þær að rugla saman reytum næstkomandi fimmtudagskvöld og rifja upp sögur hvor af annarri, flytja þau lög sem hafa minnt þær á hvora aðra og sem hafa fylgt þeim í gegnum tíðina, ásamt því að flytja frumsamið efni.

Viðburðurinn verður haldinn í Gránu, Aðalgötu 21 á Sauðárkróki og hefst klukkan 20:30

„Ég og Sillan höfum gert mikið saman en aldrei sameinast í tónleika. Skagfirðingar og nærsveitungar endilega fjölmennið! Miðasala á tix.is og í Gránu,“ skrifar Aldís Fjóla á FB síðu sína. en.

„Styttist í gleðina!“ skrifar Sigurlaug Vordís svo það er ekki eftir neinu að biða með að ná sér í miða, verðið er kr. 3000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir