Fréttir

Innihurðir fá nýtt útlit!

Fyrir nokkrum vikum síðan setti ég inn myndir af forstofuskápi sem hún Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, tók í gegn og gaf nýtt útlit sem tókst auðvitað með eindæmum vel hjá henni enda vandvirk. Nú langar mig að sýna ykkur innihurðir sem hún málaði á sama hátt og skápinn. Hún byrjaði á því að grunna með JOTUN Kvist-og sperregrunning, lakkaði svo yfir með LADY Supreme Finish, halvblank, Tre og panel. Hún notaði lakkrúllu í verkið. Eins og sést á fyrir og eftir myndunum þá er rosalega mikil breyting og er þetta frábær lausn ef fólk vill hafa bjartara heima hjá sér, tala nú ekki um þegar íbúðin er með dökkar hurðir í þröngum gluggalausum gangi. Liturinn sem hún notaði á veggina kallast dökkroði og fæst í Versluninni Eyrin á Króknum.
Meira

Hefur þú prófað þennan?

Vissir þú að það eru til meira en hundrað leiðir til að binda bindishnút? Þeir algengustu eru "Half in Half", "Half Windsor", "Windsor" og "Shell Knot" En hér kemur einn fallegur sem kallast Eldredge hnúturinn, prófaðu að gera hann næst þegar þú setur upp bindi
Meira

Helgargóðgætið - Góðir gersnúðar

Ég sá um daginn uppskrift af gersnúðum með yfirskriftinni "Geggjaðir heimabakaðir snúðar – miklu betri en þessir úr bakaríinu" og ég á stundum erfitt með mig þegar svona stórar staðhæfingar eru settar fram, þá var ég ekki lengi að setja í þessa uppskrift. Góðir eru þeir en ég er ekki sammála að þeir séu betri en þessir úr bakaríinu því ég er mikill aðdáandi snúðanna frá Sauðárkróksbakaríi. En fyrir þá sem vilja mjúka heimabakaða kanilsnúða þá er þessi uppskrift alveg tilvalin.
Meira

Augabrúnatískan á 4 min

Ótrúlega skemmtilegt myndband af því hvernig augabrúnatískan hefur breyst í gegnum áratugina. En hvaða tíska finnst þér ljótust?
Meira

Helgargóðgætið - Kókosbolludraumur

Kókosbolludraum hafa eflaust allir smakkað og ég held ég geti fullyrt að ég hafi aldrei fengið vondan kókosbolludraum og því mæli ég með að henda í einn svona ef þú veist að þú átt von á gestum. Þessi uppskrift hefur verið notuð við allskonar tilefni í minni fjölskyldu og var í mjög mörg ár eftirrétturinn á jólunum.
Meira

Ert þú tilbúin/n í þessa skótísku?

Já helstu tískuhönnuðirnir geta stundum farið vel fram úr sér þegar þeir eru að setja upp sýningar og þetta er kannski gott dæmi það!
Meira

Forstofuskápur fær nýtt útlit!

Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, er einstaklega lagin í höndunum og allt sem hún gerir er vandað og vel heppnað. Hún og maðurinn hennar, Þórður Ingi Pálmarsson, keypti sér íbúð í Raftahlíðinni fyrir nokkrum árum síðan og hafa þau verið að taka allt í gegn í rólegheitunum. Ég er ekki frá því að það væri hægt að gefa út heilt Feykis blað með öllu því sem Sylvía Dögg hefur skapað og er t.d eitt málverk sem hún gaf mér í miklu uppáhaldi hjá mér.
Meira

Veggskápur fær nýtt útlit!

Það þekkja eflaust margir hana Auði Björk Birgisdóttur en hún stofnaði í fyrra fyrirtækið Infinity blue á Hofsósi. Þar er hún að bjóða upp á róandi miðnæturböð í fallegustu sundlaug Skagafjarðar og hefur fólk þann kost að fá lánaðar flothettur til að ná betri og dýpri slökun eftir amstur dagsins.
Meira

Helgargóðgætið - maregnsterta með Góu súkkulaðistykki m/fylltum appolo lakkrís

Ég sá uppskrift af svipaðri tertu fyrir um ári síðan á einhverri bloggsíðu en eins og þeir sem hafa áhuga á bakstri þá breyta þeir alltaf uppskriftunum eftir sínum þörfum og niðurstaðan er þessi hér. Ótúlega góð nammiterta sem klikkar ekki.
Meira

Ótrúlega fallegur tíglaveggur

Eins og margir aðrir þá get ég alveg gleymt mér inná facebook síðunni Skreytum hús. En þar er fólk að setja inn t.d myndir af einhverju sem það hefur verið að dunda sér við að breyta og bæta og útkoman er oftar en ekki einstaklega falleg.
Meira