Fréttir

Eitt bros getur skipt máli

Stundum þarf ekki annað en eitt bros til að gera daginn betri, hvort sem það ert þú sem gefur það frá þér eða að þú fáir bros frá einhverjum öðrum. Eitt fallegt bros fyrir þann sem hefur átt slæman dag gæti bætt upp daginn fyrir viðkomandi, það þarf oft svo lítið til að fá fólk til að brosa.
Meira

Ert þú búin/n að fá þér kaffisopa í dag?

Ef ekki settu þá mikla ást og alúð í að útbúa fyrsta kaffibolla dagsins því þú þarft að halda upp á daginn, það er nefnilega alþjóðlegi kaffidagurinn.
Meira

Búið er að draga út í N1 vegabréfaleiknum

Það hafa eflaust margir foreldrar þurft að hjálpa börnum sínum að safna stimplum þegar vegabréfaleikur N1 hófst með látum í sumar. Leikurinn gekk út á það að safna stimplum í þartilgerð vegabréf sem maður sótti á næstu N1 stöð. Þegar eitthvað var keypt þar fyrir meira en 500 kr. þá gastu fengið stimpil í vegabréfið og auka glaðningur fylgdi með. Skila þurfti vegabréfinu fyrir 20. ágúst og er nú búið að draga út í leiknum.
Meira

Hvað er sönn ást?

Amanda Oleander, listamaður frá Los Angeles, teiknar ótrúlega skemmtilegar myndir sem fanga hversdagsleikann bak við luktar dyr. Hann er oft á tíðum ekki glansandi fagur og virðist hún vita mikið um þessa hluti. Hún er óhrædd við að sýna það í verkum sínum eins og sjá má á Instagram síðunni hennar.
Meira

Skemmtilegur hrekkur

Er nokkuð viss um að allir þeir sem eru í þeim hugleiðingum að kaupa sér nýtt rúm hlammi sér niður í prufueintökin í húsgagnaverslunum. Ég átti mjög erfitt með að halda hlátrinum inn í mér þegar ég horfði á þetta myndband og vona að þú hafir jafn gaman að.
Meira

Leiðbeiningar um Covid 19 - myndútskýring

Hér kemur myndútskýring um hvað má og hvað má ekki á þessum furðulegu tímum sem við erum að ganga í gegnum þessa dagana. Þessi mynd kom á vefnum heilsugeasla.is og vonandi geta einhverjir nýtt sér þetta ef þeir eru í einhverjum vafa. Ég er örugglega búin að lesa þetta oft síðustu vikurnar en alltaf finnst mér betra að sjá allt myndrænt, festist eitthvað betur í heilanum á mér :)
Meira

Hvenær þarft þú að fara í sóttkví?

Það eru margir að velta því fyrir sér hvort eða hvenær þeir eigi að fara í sóttkví. Á vef ruv.is var birt mjög gott skýringarmyndband sem ég mæli með að allir horfi á til að hafa þetta á hreinu þar sem að fyrstu smitin eru komin á þetta svæði.
Meira

Áskorun helgarinnar

Það er nokkuð ljóst að þetta verður ár áskorana. Í dag er verið að skora á fólk að gera hitt og gera þetta fyrir sjálfan sig en mig langar til að skora á ykkur sem eigið unga krakka að prufa þessa áskorun. Ég og minn maður ætlum allavega að prufa hana á okkar krakka um helgina og ef vel tekst til þá fáið þið að sjá afraksturinn:)
Meira

Það kostar ekkert að brosa:)

Ef það er eitthvað sem getur hjálpað manni að halda geðheilsunni þessa furðulegu daga sem við erum að ganga í gegnum þá þurfum við ekki bara að rækta líkamann heldur að huga að innri sálinni með að brosa og hlægja meira en við gerum. Dýramyndbönd er eitthvað sem ég get horft á í marga klukkutíma og skemmt mér vel yfir, vona bara að þú gerir það líka:) Munum svo bara að njóta og lifa lífinu:)
Meira

Ein góð fyrir helgina - kókoskladdakaka

Á einhverju Facebook rúllinu mínu um daginn þá sá ég að einhver hefði unnið einhverja keppni með Bounty köku en því miður las ég aldrei fréttina. Í síðustu viku fékk ég svo þörf til að baka en fann ekki þessa vinningsuppskrift, en fann fullt af öðrum girnilegum uppskriftum. Ég endaði á einhverri erlendri bökunarsíðu og lét Google þýða fyrir mig yfir á íslensku og viti menn.... kakan varð bara þokkalega góð hjá mér og heitir hún Kókoskladdakaka.
Meira