Ótrúlega fallegur tíglaveggur
Eins og margir aðrir þá get ég alveg gleymt mér inná facebook síðunni Skreytum hús. En þar er fólk að setja inn t.d myndir af einhverju sem það hefur verið að dunda sér við að breyta og bæta og útkoman er oftar en ekki einstaklega falleg.
Ég get talið upp á báðum allt sem ég hef keypt eingöngu til þess að taka í gegn til að gera heimilið mitt fallegra en aldrei hef ég gefið mér tíma til þess að vaða í verkin. Þetta getur tekið svo langan tíma því auðvitað vill maður vanda til verka og því dáist ég að því þegar fólk hefur bæði tíma og nennuna í að framkvæma svona skemmtilegheit. Hún Þórey Elsa Valborgardóttir á Sauðárkróki gerði þennan fallega tíglavegg og tók, að hennar sögn, ekki svo langan tíma, eða 6-7 klukkustundir. Kærastinn hennar Brynjar Örn Guðmundsson fær svo stórt læk fyrir hversu handlaginn hann er því hann smíðaði þennan glæsilega kertaarinn fyrir Þóreyju sína og útkoman er eitthvað sem ég öfunda hana mikið fyrir. Ótrúlega fallegt!
Ef fólk er með myndir af því sem það hefur verið að dunda sér við og vill deila með okkur hinum, endilega sendið mér línu á siggag@nyprent.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.