Helgargóðgætið - Góðir gersnúðar

Ég sá um daginn uppskrift af gersnúðum með yfirskriftinni "Geggjaðir heimabakaðir snúðar – miklu betri en þessir úr bakaríinu" og ég á stundum erfitt með mig þegar svona stórar staðhæfingar eru settar fram, þá var ég ekki lengi að setja í þessa uppskrift. Góðir eru þeir en ég er ekki sammála að þeir séu betri en þessir úr bakaríinu því ég er mikill aðdáandi snúðanna frá Sauðárkróksbakaríi. En fyrir þá sem vilja mjúka heimabakaða kanilsnúða þá er þessi uppskrift alveg tilvalin.

700 gr. hveiti
1 ½ tsk. salt
4 tsk. þurrger
80 gr. sykur
4 dl. volgt vatn
1 dl. jurtaolía

Kanilfylling
5 msk. sykur
5 msk. púðursykur
2 msk. kanill
Blandið þessu öllu saman í skál.

Aðferð

Setja öll þurrefnin í hrærivélaskálina og blanda saman með króknum. Síðan er bætt við öllum vökvanum og hrærið varðlega á meðan. Auka hraðann aðeins og hrærið í 5 min. Síðan er þetta látið hefast í 30 min. og rakt stykki sett yfir á meðan. Þegar þessi tími er liðinn þá er deigið tekið úr skálinni og sett á hveitistráða borðplötuna. Fletjið deigið út í góðan ferhyrning og setjið fyllinguna jafnt yfir deigið. Gott er að væta deigið undir sykrinum aðeins – ekki of mikið samt. Rúllið svo deiginu upp í lengju og lokið köntunum með þvi að pensla með vatni. Skerið í hæfilega snúða og raðið á plötuna. Þessi uppskrift er sirka 25-30 snúðar ef þeir eru skornir í 1 cm þykkt og fyllir sirka þrjár ofnplötur. Ofninn er hitaður í 50°c - undir og yfirhita. Úðið svo snúðana með volgu vatni og setjið inn. Látið hefast í ofninum í 45-50 min. Skiptið plötunum á korter fresti inn í ofninum, settu neðstu efst og svo koll af kolli. Gott að úða yfir þá þegar þú skiptir plötunum. Þegar þessi tími er liðinn þá tekur þú plöturnar út og hækkar ofninn upp í 220°c og bakar síðan snúðana í ca. 10-12 mín, fylgist vel með. Ég bakaði eina plötu í einu! Að lokum setur maður súkkulaðiglassúr ofaná þegar þeir hafa kólnað. Ég vil taka það fram að þeir eru bestir sama dag og þeir eru bakaðir, daginn eftir verða þeir pínu seigir og mæli ég þá frekar með því að frysta þá strax, án glassúr, ef þeir verða ekki borðaðir strax.

Glassúr – bara á nokkra snúða!

2 msk. flórsykri

2 ms. kakó

1 msk. mjólk eða vatn

betra er að hafa glassúrinn í þykkari kantinum

 

Verði ykkur að góðu 

kveðja

Siggasiggasigga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir