Veggskápur fær nýtt útlit!

Það þekkja eflaust margir hana Auði Björk Birgisdóttur en hún stofnaði í fyrra fyrirtækið Infinity blue á Hofsósi. Þar er hún að bjóða upp á róandi miðnæturböð í fallegustu sundlaug Skagafjarðar og hefur fólk þann kost að fá lánaðar flothettur til að ná betri og dýpri slökun eftir amstur dagsins.

Auður en ein af þeim sem situr sjaldan auðum höndum og er henni margt til lista lagt. Henni þykir einstaklega gaman að fara á bílskúrssölur og markaði, gera góð kaup og gefa hlutum nýtt útlit fyrir sitt eigið heimili. Þessi fallegi veggskápur er eitt af því sem hún fann á einum slíkum markaði á Sauðárkróki og það fyrir heilar tvö þúsund krónur. Í verkið notaði hún sprey frá Slippfélaginu í staðinn fyrir að mála og fyrir þá sem finnst það leiðinlegt þá er þetta kannski lausn sem þeir ættu að prófa. Þetta sýnir að það þarf oft ekki mikið til að gefa hlutum nýtt útlit, einstaklega vel heppnað hjá henni Auði. 

Ef þú hefur áhuga á að sýna öðrum hvað þú ert búin að vera að gera, endilega sendu mér myndir og línu á siggag@nyprent.is 

Gleðilegan mánudag:)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir