Fréttir

Hvað finnst lesendum feykis.is um þennan furðuljóta bíl?

Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem býr á Sauðárkróki, að nýr bíll er í bænum. Um er að ræða breytta Toyotu Corollu og kallast NeuRat. Þetta er nýtt trend í dag sem tekið var upp til að minnast RatRod sem menn gerðu mikið af hér áður fyrr. Reynar er enn verið að smíða RatRod í dag en í þá er notað mikið eldri bíla en þá sem eru úr nútíma samfélaginu, eins og þessi er úr.
Meira

Fagnaðu súkkulaðiísdeginum í dag

Uppruni Súkkulaðiísdagsins er óþekkt en talið er að Ítalir hafi fyrstir byrjað á því að frysta heitt súkkulaði árið 1692. Vanilluís er reyndar talinn vera vinsælasta bragðtegundin en eftir að súkkulaðiís kom á markaðinn þá hefur hann verið sú bragðtegund sem er hvað mest nálægt því að steypa vanilluísnum af pallinum.
Meira

Fáðu þér kleinuhring í dag

Af hverju? jú það er alþjóðlegi kleinuhringjadagurinn í dag.... Þessi siður var tekinn upp í fyrri heimstyrjöldinni og var tilgangurinn með honum að gleðja Bandaríska hermenn sem gegndu herþjónustu og til að minna þá á heimahagana. En við hér á klakanum ætlum bara að borða þá til að gleyma, gleyma öllum aukakílóunum, því við erum jú næst feitasta þjóð í heimi:)
Meira

Er Sherlock Holmes í þér?

Þeir sem vita ekki hver Sherlock Holmes er þá er hann skáldsagnarpersóna sem er einkaspæjari og var skapaður af breska höfundinum Sir. Arthus Conan Doyle. Persónan er best þekkt fyrir það að vera ráðgjafi í sögunum en einstök hæfni hans við að leysa hin ólíklegustu mál með furðulegum athugunum, réttarvísindum og rökréttum rökum, gerir persónuna einstaka og skemmtilega.
Meira

Fornar reglur um hvernig konan á að taka á móti eiginmanni sínum eftir langan vinnudag, hjá honum!

Það flaug í gegnum samfélagsmiðilinn facebook um daginn færsla um reglur, hvernig kona eigi að taka á móti eiginmanni sínum þegar hann kemur heim úr vinnunni, sem voru teknar upp úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950. Þegar ég byrjaði að lesa þær verð ég að viðurkenna að ég varð pínu reið inn í mér, trúði því ekki að það hafi verið til reglur um þetta sem krakkar lásu í kennslubók, en sem betur fer er tíminn annar í dag og vonandi verður þessi bók endurútgefin með nýju reglunum.
Meira

Vertu með pizzupartý í kvöld - uppskrift af humarpizzu

Í dag er alþjóðlegi pizzupartýdagurinn, er þá ekki alveg tilvalið að skella í heimabakaða humarpizzu og bjóða vinum í mat
Meira

Okey hvað er að frétta?

Nýjasta tískuslysið eru gallabuxur sem þú getur tekið skálmarnar af og þá ert þú komin með mjög stuttar stuttbuxur, eða eins og ég vil kalla það bleyjubuxur.
Meira

Alþjóðlegi bökunardagurinn er í dag - skelltu í pönnsur

Ég hef prófað margar uppskriftir af pönnukökum en þessi virðist eiga vinninginn hjá mér, lang bestar! Þetta er uppskrift sem ég sá á www.eldhussogur.is og eru einmitt, eins og hún segir sjálf á vefnum, eins og þessar sem maður fékk hjá ömmu í gamla daga:)
Meira

Langar þig í nýja eldhúsinnréttingu?

Það að skipta um eldhúsinnréttingu getur verið mikið vesen og mjög kostnaðarsamt sem fáir nenna að vaða í nema með miklum undirbúningi og góðu skipulagi en það er hægt að fara ódýrari leiðir án þess að rífa allt út og tæma budduna. Skagfirðingurinn hún Guðrún Sonja Birgisdóttir flutti nýverið á Blönduós þar sem hún er að opna í byrjun júní bæði gistiheimilið Retro við Blöndubyggð 9 og veitingahúsið Retro sem verður staðsett á Aðalgötu 6 á Hótel Blöndu. Einnig festi hún kaup á íbúð þar í bæ og það fyrsta sem hún ákvað gera var að mála og filma eldhúsinnréttinguna sína.
Meira

Uppskrift af gamaldags brauðtertu m/baunasalati - þriggja laga

Er ekki við hæfi að skella í eina brauðtertu um helgina?
Meira