Bjarni Jónsson endurkjörinn formaður SSNV

Framhaldsársfundur SSNV, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem frestað var frá fyrra mánuði fór fram í dag á Skagaströnd. Þar var kosin ný stjórn og varastjórn og hlutfalli kynjanna haldið réttum samkvæmt reglum en ekki tókst að mynda stjórn á fyrri fundi eftir að breytingatillaga kom fram um kynjaskiptingu.

Jón Óskar Pétursson framkvæmdastjóri samtakanna sagði í samtali við Feyki að allt hefði farið prúðmannlega fram og allt á góðu nótunum. Breytingar hefðu verið gerðar á samþykktum þar sem fellt var úr gildi að formaður skyldi rótera á milli svæða.

Nýja stjórn skipa þau:

  • Bjarni Jónsson Skagafirði
  • Þóra Sverrisdóttir Húnavatnshreppi
  • Ágúst Þór Bragason Blönduósi
  • Leó Örn Þorleifsson Húnaþingi vestra
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir Skagafirði

Varastjórn:

  • Stefán Vagn Stefánsson Skagafirði
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir Skagafirði
  • Elín R. Líndal Húnaþingi vestra
  • Péturína Jakobsdóttir Skagaströnd
  • Vignir Sveinsson Skagabyggð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir