Unnur Rún Sigurpálsdóttir er í stjórn deildarinnar og segir mikinn áhuga hjá hestamönnum á Norðurlandi fyrir deildinni.
„Vignir í Litlu-Brekku og Bjarni Jónasson fengu þessu hugmynd í fyrra að stofna áhugamannadeild á Norðurlandi. Undirbúningur gengur vel en í stjórninni sitja tíu aðilar frá hestamannafélögum á Norður- og Austurlandi. Tólf lið eru skráð til leiks og koma keppendur víðsvegar að af Norður- og Austurlandi. Það er mikill áhugi og búið að vera rosalegt líf í hesthúsahverfunum, alla veganna á Sauðárkróki og ég hef heyrt frá fleiri stöðum.“
Sex knapar eru í hverju liði og munu fjórir keppa í hverri grein. Boðið er upp á tvo styrkleikaflokka og keppa tveir knapar í minna vönum og tveir í meira vönum.
„Það er virkilega gaman að fá Eiðfaxa að þessari deild. Það er mjög stórt svið fyrir áhugamanninn að vera í beinni útsendingu og líka gaman að geta boðið fjölskyldum þeirra sem eru út um allt land að geta fylgst með. Þetta gerir helling fyrir deildina,“ segir Unnur Rún að lokum.
Eiðfaxi kynnir með miklu stolti að Áhugamannadeild Norðurlands verður gerð góð skil á streymisveitum okkar og vef á komandi tímabili.
Dagskrá deildarinnar:
- 22. febrúar Fjórgangur – Léttishöllinni Akureyri
- 15. mars Fimmgangur – Svaðastaðahöllinni Sauðárkróki
- 5. apríl Tölt – Léttishöllinni Akureyri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.