Bjarni Har látinn

Bjarni Haraldsson kaupmaður og heiðursborgari. Mynd: ÓAB.
Bjarni Haraldsson kaupmaður og heiðursborgari. Mynd: ÓAB.

Kaupmaðurinn Bjarni Haraldsson á Sauðárkróki lést í nótt á 92. aldursári, en hann hafði dvalið á HSN á Sauðárkróki síðustu misseri. Bjarni var sæmdur heiðursborgaranafnbót í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2019 er haldið var upp á 100 ára afmæli Verslunar Haraldar Júlíussonar, sem kennd er við föður hans.

Aðeins tveir ættliðir hafa rekið verslunina þau rúmu 100 ár sem hún hefur verið starfrækt en Haraldur, faðir Bjarna, setti hana á laggirnar árið 1919.

Bjarni fagnaði 90 ára afmæli sínu í skugga Covid þann 19. mars árið 2020 en stefndi á að slá upp veislu fyrir bæjarbúa sem var frestað fram í ágúst sama ár en út af Covid-ástandinu þurfti að slá henni á frest einnig sem varð til þess að hún var aldrei haldinn.

Bjarni var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var María Guðvarðardóttir og áttu þau saman dæturnar Guðrúnu og Helgu. Þau skildu 1960. Seinni kona Bjarna var Ásdís Kristjánsdóttir og saman áttu þau soninn Lárus Inga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir