Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2025

MYND SSNV
MYND SSNV

Alls fengu 63 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra brautargengi samtals að upphæð 60 milljón kr. Á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar fengu 12 umsóknir styrk samtals upphæð 30 milljónir og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 51 umsókn að upphæð 30 milljónir kr. eins og fram kemur á vef SSNV.

Í september sl. auglýsti SSNV eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2025. Alls bárust 130 umsóknir. Þar af voru 50 atvinnu- og nýsköpunar verkefni, 69 menningarverkefni og 11 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrk. Alls var óskað eftir 242.821.781 milljón kr.

Við tók yfirferð úthlutunarnefndar til fagráða sjóðsins og lauk því ferli í byrjun desember. Niðurstöður voru þá sendar til umsækjenda.

Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2025-2029.

Við óskum styrkhöfum innilega til hamingju og erum við spennt að sjá hvert verkefnin munu halda í framtíðinni.

Hér getið þið séð yfirlit yfir styrkhafa Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra árið 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir