Besta nýársgjöfin til barna og unglinga á Íslandi
Út er komin rafbókin Óskar og loftsteinninn eftir Kristján Bjarna Halldórsson, áfangastjóra FNV á Sauðárkróki. Bókin, sem er nýársgjöf til barna og unglinga á Íslandi, fjallar um Óskar, 15 ára strák, sem býr í Fljótshlíðinni. Nótt eina lendir loftsteinn á húsinu hans. Óskar hefur ákveðnar hugmyndir um hvað hann vill gera við loftsteininn sem er mjög verðmætur en áætlanir hans komast í uppnám þegar loftsteininum er stolið. Þá hefst eltingarleikurinn sem berst meðal annars upp á Eyjafjallajökul.
Bókina má lesa sem rafbók en einnig er hægt að hlusta á hljóðbókina, frítt. Útgefandi er Myrkur ehf. og er útgáfan styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV.
Nálgast má söguna með því að smella á myndina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.