Ásta Bryndís Sveinsdóttir opnar sýningu í Gallerí Hún í dag

Meðfylgjandi mynd er á sýningu Ástu Bryndísar í Gallerú Hún. Mynd: FB Húnabúð.
Meðfylgjandi mynd er á sýningu Ástu Bryndísar í Gallerú Hún. Mynd: FB Húnabúð.

Í dag klukkan 14 opnar listamaðurinn Ásta Bryndís Sveinsdóttir frá Egilsstöðum málverkasýningu í Gallerí HÚN í Húnabúð á Blönduósi. Ásta Bryndís verður á staðnum ásamt fjallhressum systrum sínum sem mættar eru af þessu tilefni, segir á Facebooksíðu Húnabúðarinnar. Boðið verður upp á vöfflur með rjóma af þessu tilefni.

„Ásta Bryndís er með sína fyrstu málverkasýningu, sölusýningu, hér í Húnabúð og er sýning númer tvö hjá okkur,“ segir Sigurlaug Gísladóttir eigandi Húnabúðar.

Sýningin opnar formlega í dag kl 14 og verður opin út maí en þá kemur nýr listamaður og verður út júlí en í ágúst kemur svo þriðji listamaðurinn. Sigurlaug segist hafa rýmt einn stóran vegg í búðinni og er uppbókað á honum út ágúst eins og áður segir en ef einhverjir listamenn hafa áhuga þá er laust í október og nóvember.

Sigurlaug hvetur fólk til að koma á opnunina og njóta bæði listar og veitinga. „Við erum mjög sveitaleg hér og bjóðum upp á vöfflur með rjóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir