Lífið í sveitinni :: Áskorandapenninn Valgerður Kristjánsdóttir Mýrum
feykir.is
Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
21.05.2023
kl. 11.08
Nú vorar og sól hækkar á lofti, náttúran vaknar öll. Fuglarnir eru að koma, hér eru túnin full af gæsum og helsingjum á morgnana þegar maður vaknar. Morgnarnir eru fallegasti tími dagsins hér á Mýrum, þá er logn og oft sól á lofti. Loftið er svo tært og hreint og maður getur ekki annað en teygt úr sér og notið þess að vera bara til. Allt lítur betur úr þegar fer að vora.
Meira