Aðsent efni

Lífið í sveitinni :: Áskorandapenninn Valgerður Kristjánsdóttir Mýrum

Nú vorar og sól hækkar á lofti, náttúran vaknar öll. Fuglarnir eru að koma, hér eru túnin full af gæsum og helsingjum á morgnana þegar maður vaknar. Morgnarnir eru fallegasti tími dagsins hér á Mýrum, þá er logn og oft sól á lofti. Loftið er svo tært og hreint og maður getur ekki annað en teygt úr sér og notið þess að vera bara til. Allt lítur betur úr þegar fer að vora.
Meira

Sýnishorn af innsendum botnum og vísum í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Eins og fram hefur komið í Feyki voru úrslit Vísnasamkeppni Sæluvikunnar kynnt við setningu Sæluvikunnar 30. apríl sl. Búið er að birta sigurvísurnar en samkvæmt venju voru veitt verðlaun fyrir besta botninn og eins fyrir bestu vísuna þar sem efnistök voru gefin fyrirfram sem að þessu voru tíðar sólalandaferðir Íslendinga og áhrif þeirra á verðbólgudrauginn.
Meira

Við upphaf skal endinn skoða

Á 46. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar var lagt fram uppfært samkomulag milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Skagafjarðar um byggingu menningarhúss í Skagafirði. Samkomulag þetta byggði á viljayfirlýsingu sem var undirrituð 5. maí 2018. Samkomulagið felur í sér að stofnframlagi verði varið til viðbyggingar og endurbóta á Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Meira

Stefnulaus ríkisfjármál á verðbólgutímum - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum.
Meira

Þá sjaldan maður bregður sér í leikhús á Blönduósi :: Björk Bjarnadóttir skrifar

Við mæðginin, Björk og Egill Mikael, næstum fjögurra ára, kíkjum oft norður á Blönduós til að heimsækja ömmu og afa. Alltaf er kátt í koti en nú var einstaklega mikil spenna fyrir því að fara norður því við vorum einnig að fara að sjá leikritið Blíðu og dýrið, eftir Nicholas Stuart Gray, hjá Leikfélagi Blönduóss. Lítil frænka kom líka með okkur til ömmu og afa, hún Indiana Hulda, sem er fimm ára. Hún var svo spennt að fara á leikritið að spurt var hvern dag, hvort leikritið yrði í dag, en við mættum á Blönduós þrem dögum fyrir sýninguna sem var sýnd þann 30. apríl.
Meira

Vináttan :: Áskorandinn Karl Jónsson – Brottfluttur Króksari

Ég er minntur á það rækilega þessa dagana hvað æskuvináttan er sterk og hvað hún mótaði mig mikið. Alla lífsleiðina eignast maður vini og kunningja en alltaf er það æskuvináttan sem er og verður sterkust. Hún krefst í raun einskis. Hún krefst ekki daglegs sambands lengur, það geta liðið vikur á milli samtala, en æskuvinirnir eru bara þarna og daglega hugsa ég til þeirra, hvernig þeim líði og hvort það sé ekki allt í lagi.
Meira

Kaldar kveðjur til framhaldsskólanna

Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (Rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin.
Meira

Byggjum upp Kjalveg – Leiðari Feykis

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd en með heilsársvegi væri mögulegt að stytta til muna leiðina landshorna á milli og auðvelda þannig ferðir á milli Suður- og Norðurlands og opna fyrir möguleika á þróun nýrra ferðamannaleiða.
Meira

Opið bréf til fræðslunefndar, sveitarstjórnar og sveitarstjóra í Húnabyggð

Nú stöndum við íbúar í þéttbýli Húnabyggðar frammi fyrir því að keyra með yngstu börnin okkar á Vallaból sem er staðsett á Húnavöllum þar sem eingöngu er farið eftir kennitölum þegar kemur að því að taka börn inn í leikskólana eftir sameiningu sveitarfélaganna. Leikskólinn Barnabær sem er staðsettur á Blönduósi hefur verið yfirfullur og umræður um nýjan leikskóla staðið í mörg ár.
Meira

Hæglætis veður en mest norðlægar áttir með ágætis köldu vori

Spámenn Veðurklúbbs Dalbæjar hittust þann áttunda maí sl. til að rýna í veðurútlit mánaðarins en í fundargerð segir að vegna veikinda hafi fundurinn verið í seinna lagi. Að þessu sinni voru mætt þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Sigríður Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira