Aðsent efni

„Loksins komnir með þjálfara sem mun koma okkur á beinu brautina“ :: Liðið mitt Elvar Örn Birgisson

Elvar Örn Birgisson, bóndi og veiðimaður á Ríp 2 í Hegranesi, er mikill áhugamaður um íþróttir og heldur með Manchester United í Ensku úrvalsdeildinni. Hann er í sambúð með Elínu Petru Gunnarsdóttur og saman eiga þau þrjú börn. „Það er mikill fótboltaáhugi í fjölskyldunni og nánast allir styðja Man. Utd. þannig það var ekkert annað sem var boðið upp á í uppeldinu og þannig mun uppeldið á mínum börnum vera,“ segir hann aðspurður um uppáhalds liðið. Elvar Örn svarar hér spurningum í Liðinu mínu í Feyki.
Meira

Naflinn á Norðurlandi vestra :: Leiðari Feykis

Ársþing KSÍ fór fram fyrir stuttu á Ísafirði að viðstöddum stjórnum og ráðum sambandsins ásamt fulltrúum íþróttafélaga víðs vegar að af landinu. Eftir athugun kjörbréfanefndar kom í ljós að litlu mátti muna að þingið teldist ólöglegt þar sem rétt yfir helmingur kjörinna fulltrúa voru mættir við setningu þess. Þar mátti kenna veðri að einhverju leyti um því flugi til Ísafjarðar hafði seinkað og einhverjum hefur efalaust fundist landleiðin það löng að ekki væri þess virði að eyða tíma í þá keyrslu.
Meira

Verum í sitt hvorum skónum 8. mars

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars beinum við sjónum að kynjamisrétti í öllum myndum og spyrjum okkur hvar skórinn kreppir að sjálfsögðum og eðlilegum mannréttindum kvenna um allan heim. Til að vekja athygli á misræminu milli hugsjónarinnar um fullkomið jafnrétti og veruleika kvenna þá ætla Soroptimistar um víða veröld að vera í sitt hvorum skónum þennan dag og við hvetjum öll til að gera slíkt hið sama. Við vekjum athygli á að:
Meira

Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu

Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni.
Meira

Hugrenningar um þorrablót :: Áskorandapenni Jón Kristófer Sigmundsson Hæli

Rúnar vinur minn hringdi í mig og bað mig um að taka við áskorun um að skrifa pistil í Feyki. Auðvitað sagði ég já við því eins og flestu öðru. Við hinar og þessar sameiningar á sveitarstjórnarstigi í gegnum tíðina hefur sumt staðið af sér allar sameiningar, svo sem Þorrablót og búnaðarfélögin. Þar ríghalda gömlu hreppamörkin ennþá. Og einmitt í kvöld þegar þetta er skrifað er Hreppablótið. Það er alltaf mikil tilhlökkun að koma á hreppablótið enda ein fjölmennasta skemmtun sem fer fram í A-Hún.
Meira

Sælan í sveitinni :: Áskorandinn Elín Lilja Gunnarsdóttir - Vatnsnesi

Margir sem maður talar við og hafa flutt búsetu sína frá æskuslóðunum fá ansi oft heimþrá en þannig er það svo sannarlega ekki hjá mér. Ég flutti búsetu mína úr Skagafirði yfir í Húnaþing vestra árið 2016 og gæti ég ekki verið hamingjusamari með þá ákvörðun, hér höfum við, ég og maðurinn minn Elmar Baldursson, byggt upp líf okkar og framkvæmt ansi mikið á síðastliðnum árum.
Meira

Saltkjöt og dauði, túkall! :: Leiðari Feykis

Ég hef aldrei skilið þá athygli sem einstaka íslenskur matur vekur nokkra daga á ári í fjölmiðlum Íslands. Hver kannast ekki við viðtölin við fólk sem gæðir sér á skötu á Þorláksmessu og dásamar missterkan ilminn sem berst frá pottum og fiskfötum eða hreinlega af disknum sem yfirleitt er þá hlaðinn góðgætinu fyrir framan viðmælandann. Þarna er fólk að borða mat sem margir neyta oft á ári.
Meira

Sitthvað um nafnabreytingar - Tunga :: Torskilin bæjarnöfn

Í 35. tbl. Feykis sem út kom í september var þáttur um Strjúg í Langadal. Þar var líkum að því leitt að upphaflega bæjarnafnið hafi verið Strjúgsstaðir og bent á fleiri dæmi um nafnastyttingar sem höfundur hafði rekist á. Eftirfarandi texti er framhald úr sama þætti: Þá eru til ekki svo sárfá bæjanöfn í Húnavatnsþingi, sem týnst hafa, en önnur verið tekin upp í staðinn. Standa þau nafnaskifti stundum í sambandi við heiti þeirra bænda, sem búið hafa á jörðunum. Má þar til nefna Finnstungu í Blöndudal, sem fjekk nafnið Sölvatunga nokkru fyrir aldamótin l500 eftir Sölva, sveini Einars Þorleifssonar hirðstjóra (sbr. Safn II. B. bls. 650.
Meira

Villuráfandi ríkisstjórn - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu.
Meira

Áskorun um skrif :: Áskorandapenninn - Rúnar Örn Guðmundsson bóndi á Síðu A-Hún.

Satt er það, að ekki leyst mér á þá áskorun Viktoríu frænku minnar um að skrifa orð í Feyki, og hugmyndin um hvað skyldi skrifa hvergi sjáanleg. En ekki fer ég nú að láta það hefta för mína, og var ósjálfrátt búinn að samþykkja þessa aðför að mér áður en ég vissi af.
Meira