Aðsent efni

Verbúðalíf á Höfnum á Skaga :: Byggðasafnspistill

Nýverið fengu Byggðasafn Skagfirðinga og Fornleifastofnun Íslands ses. styrk úr fornminjasjóði til áframhaldandi fornleifarannsókna á verbúðaminjum á Höfnum á Skaga sumarið 2023. Útver voru á Höfnum og munu löngum hafa verið hin stærstu í Húnavatnssýslu en útræði lagðist þar af í lok 19. aldar.
Meira

Betra samband og bættar samgöngur á Vatnsnesi :: Áskorandinn Eygló Hrund Guðmundsdóttir Vatnsnesi

Þegar ég var lítil hefði mér sennilega aldrei dottið í hug að ég myndi búa í sveit þegar ég yrði stór. Í dag er ég búsett á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi og er ásamt Guðmundi kærasta mínum að byggja íbúðarhús. Við höfum verið mjög lánsöm með alla hjálp við bygginguna og það er gaman að fylgjast með framtíðarheimilinu verða að veruleika.
Meira

Má bjóða þér ruslaþvottavél? :: Leiðari Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að hringrásarhagkerfið er komið til að vera með flokkun sorps á hverju heimili landsmanna. Frá 1. apríl sl. eiga allir að flokka samkvæmt landslögum. Flokkun hefur reyndar víða verið viðhöfð í einhvern tíma en annars staðar er þetta nýtt t.d. í dreifbýli Skagafjarðar. Þar sem ég bý, á Króknum, hefur verið flokkað í einhver ár og gengið án vandræða.
Meira

Hólanemar með sýnikennslu á Degi reiðmennskunnar

Þann 25. mars tóku þriðja árs nemendur hestafræðideildar Háskólans á Hólum þátt í Degi reiðmennskunnar hjá hestamannafélaginu Fáki í Víðidal í Reykjavík. Dagur reiðmennskunnar er árlegur viðburður, yfir daginn eru kennslusýningar með mörgum af okkar færustu tamningamönnum og sýnendum. Um kvöldið er svo stórsýning þar sem ungir sem aldnir knapar hestamannafélagsins Fáks sýna listir sínar.
Meira

Á tjaldsvæði heima í íbúðahverfi? - Guðlaug K. Pálsdóttir skrifar

Í nýju aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, er verið að flytja tjaldstæði úr miðbæ Sauðárkróks inn á milli Sæmundarhlíðar og Sauðár. Í dag er þetta opið svæði, gönguleið sem börn og fullorðnir nota á hverjum degi þegar þeir fara í skóla eða vinnu. Þessi leið er örugg gönguleið fjarri umferð alla leið inn á lóð Árskóla og íþróttasvæði Tindastóls.
Meira

O, þiggðu það Álfhildur - og nokkur orð um göngur og aðeins um réttir o.fl.

Ég byrjaði að fara í göngur 1946, þá tíu ára, í fylgd með föður mínum og seinna bræðrum mínum. Gangnasvæðið Háheiði í Staðarfjöllum og fór ég flest haust til 1961; flutti þá í Varmahlíð.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2023 :: Vísnasmiðir yrki um tíðar sólarlandaferðir Íslendinga

Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku, en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu.
Meira

Góði hirðirinn :: Leiðari Feykis

„Sannlega, sannlega segi ég yður: Ég er dyr sauðanna. Allir þeir, sem á undan mér komu, eru þjófar og ræningjar, enda hlýddu sauðirnir þeim ekki. Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð,“ sagði Jesú forðum og hægt er að lesa í Jóhannesarguðspjalli.
Meira

Ertu sjóðfélagi í Almenna Lífeyrissjóðnum?

Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga. Það er vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess.
Meira

Hugsanir bílsstjóra Bíls Smáframleiðenda

Þegar ég byrjaði að keyra fyrir verkefnið Smáframleiðendur á ferðinni, sumarið 2020 hafði ég ekki hugsað mikið út í smáframleiðendur. Ég vissi að þeim færi fjölgandi enn hafði ekki velt fyrir mér tilveru þeirra eða tilgangi. Á síðustu tveimur árum hef ég fengið að kynnast breidd smáframleiðenda sem hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart.
Meira