Aðsent efni

Sturluhátíðin verður 15. júlí

Hátíðin hefst kl. 13 að Staðarhóli í Saurbæ í Dölum, bæ Sturlu Þorðarsonar, með því að við afhjúpum söguskilti sem Sturlufélagið hefur látið gera. Mjög hefur verið vandað til þessarar framkvæmdar. Sérfrótt fólk hefur ritað texta á skiltin og eru þeir bæði á íslensku og ensku. Listamenn myndskreyttu, myndirnar unnar af mikilli kúnst og var þess gætt að útlitið væri í samræmi við söguskilti sem sett hafa verið upp á þekktum sögustöðum í Dalasýslu.
Meira

Skrapatunga á Laxárdal :: Torskilin bæjarnöfn

Ekki verður annað sjeð, en að Skrapa-tungunafnið komi fyrst upp eftir aldamótin 1400. Fram að þeim tíma hefir bærinn heitið Tunga. Annars skal geta þess að nálega allir Tungubæir hafa heitið aðeins Tunga í öndverðu, en forliður Tungunafnanna komið upp einhverntíma seinna.
Meira

Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð

Alþingi veitti fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022.
Meira

Hvalveiðibann byggt á misskilningi?

Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna.
Meira

Sumargestir á bökkum Sauðár - Aðsent Hörður Ingimars

Þeir leynast víða „leynistaðirnir“ við Sauðána þó öllum séu aðgengilegir. Svo litfagrir að staldra verður við og njóta Guðsgjafanna. Á heitasta degi sumarsins 16. júní í 24 gráðum teyga sóleyjarnar sólarljósið og lúpínan sperrir sig sem mest hún má umlukin iðjagrænu grasinu og sumargestirnir njóta stundarinnar.
Meira

Ísland, best í heimi :: Leiðari Feykis

Nú er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga nýliðinn en stofnun lýðveldis 17. júní árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Þetta sjálfstæði, sem við nú varðveitum, fékkst ekki bara af því bara, og okkur ber að gæta þess í hvívetna, menningu okkar og tungu. Þó að það virðist langt síðan sá atburður átti sér stað eru enn um fimmtán þúsund manns sem byggja landið, sem annað hvort fæddust á því ári eða fyrr. Um síðustu áramót voru 1.857 sem fæddust 1944 og eru því 79 ára á þessu ári.
Meira

Kagaðarhóll á Ásum - Torskilin bæjarnöfn

Elzta heimildarskjal um nafnið er ráðsmannsreikningur Hólastóls 1388 og tvívegis í brjefiuu er nafnið á eina leið: Kagadarholl (DI. III. 412 og 546). Í Holtastaðabrjefi (DI. III. 622, sjá, og DI, X. l7) 1397, er stafsett þannig: Kagara- en óhætt má staðhæfa það, að þetta sé misritun fyrir Kagaðar- því þessi breyting finst hvergi annarsstaðar, en, Kagaðar- allvíða (DI. V. 349, IX. 489 og 766) og alt til ársins 1536. Leikur því naumast vafi á því, að Kagaðar- sje óbrenglað nafn, enda þannig ritað í flestum Jarðabókum.
Meira

Er ég miðaldra? Áskorandinn Kristín Jóna Sigurðardóttir Blönduósi

Að mínu mati er ég lífsglöð, kát, ung manneskja. En á vafri mínu um netið nýlega rakst ég á grein í glamúrriti sem bar yfirskriftina „Tuttugu atriði sem benda til að þú ert orðin miðaldra“.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga 75 ára - Ylfa Leifsdóttir skrifar

Af tilefni 75 ára afmælis Byggðasafns Skagfirðinga var boðið til afmælishátíðar á safnsvæðinu í Glaumbæ þann 29. maí síðastliðinn. Þrjár nýjar sýningar opnuðu á safnsvæðinu: á Áshúslofti opnaði sýningin „Byggðasafn Skagfirðinga í 75 ár“ sem mun standa út þetta ár, í Gilsstofu opnaði varanleg sýning á neðri hæðinni sem fjallar um sögu Gilsstofunnar og Briem fjölskylduna, en á efri hæðinni opnaði sýningin „Hér stóð bær“ sem mun standa næstu árin og fjallar um skráningu Byggðasafnsins á skagfirskum torfhúsum.
Meira

Körfuboltasamfélagið á Króknum :: Áskorandapenninn Jón Brynjar Sigmundsson brottfluttur Króksari

Ég ætla að byrja á því að þakka Kalla, móðurbróður mínum, fyrir að skora á mig að skrifa þennan pistil. Þegar þetta er ritað er fyrsti leikur í einvíginu á milli Stóla og Vals búinn og unnu Stólar, eins og allir vita, fyrsta leikinn og tóku heimavallarréttinn af Valsmönnum.
Meira