Aðsent efni

Fiskeldi og flóttamenn : Magnús Jónsson skrifar

Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða um laxeldi í sjó hér við land þar sem mest hefur verið rætt um áhrif eldislax sem sleppur úr sjókerjum á hinn villta íslenska laxastofn. Ég hef alllengi efast um að þessi starfsemi eigi sér langa framtíð af ýmsum ástæðum sem ekki verða raktar hér. Fyrir nokkru horfði ég á heimildarþátt í sænska sjónvarpinu sem bar nafnið Rányrkja í Atlantshafi. Það er kveikjan að þessum skrifum.
Meira

Riða og bætur til bænda

Fyrir skömmu undirritaði matvælaráðherra breytingu á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki í sauðfé. Breytingin kveður á um að yfirdýralæknir geti framvegis lagt til við ráðherra niðurskurð á hluta þar sem riða greinist en ekki allrar hjarðarinnar líkt og reglugerðin hefur kveðið á um fram til þessa. Það er afar ánægjulegt að þessi breyting hafi loksins gengið í gegn og mikilvægt að vel takist til í framhaldinu.
Meira

Uppbygging Alexandersflugvallar sem varaflugvallar

Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu.
Meira

Starfsfólk Byggðasafns Skagafjarðar tók á móti 69 þúsund gestum

Nú er öðru viðburðaríku og annasömu sumri lokið hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Frá og með 21. október lauk formlegum opnunartímasafnsins en verður það áfram opið eftir samkomulagi í vetur. Nú skiptir starfsfólk safnsins um gír og fer að huga að haustverkum, faglegu innra starfi og láta sig hlakka til að standa fyrir skemmtilegum viðburðum fyrir nærsamfélagið.
Meira

Laun fyrir lífi – ungra bænda og íslenskra sveita

Næstkomandi fimmtudag kl. 13:00 efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna í Salnum í Kópavogi. Átta ungir bændur munu taka til máls auk þriggja gestafyrirlesara auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þátttöku gesta í sal. Vonast er eftir troðfullu húsi og góðri mætingu ráðherra og þingmanna sem halda á fjöreggi þjóðarinnar í matvælaframleiðslu, landbúnaðinum, sem fjöldi ungs fólks er um þessar mundir að flýja eða forðast. Þeir sem ekki eiga heimangegnt geta fylgst með fundinum í streymi.
Meira

Töfrar leikhússins í sinni skærustu mynd

Síðastliðinn sunnudag fór ég á Sauðárkrók til að sjá Benedikt búálf í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks og í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Ég fór af stað með því hugarfari að fara á barnasýningu sem mögulega myndi skilja eftir svona gott í hjartanu tilfinningu, en vá og aftur vá. Þessi sýning hjá leikfélagi Sauðárkróks lyfti mér úr sætinu og töfraði mig upp úr skónum, ég sveiflaðist svo gjörsamlega með hverri einustu sveiflu á sviðinu að það var eins og ég væri stödd í Álfheimum.
Meira

Yfir og allt um kring

Menntun er jafnréttismál, lýðheilsumál, umhverfismál, byggðamál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Svo lengi lærir sem lifir segir máltækið. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í síbreytilegu þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa sérstaklega vel að umhverfi og aðbúnaði unga fólksins okkar sem og allra hinna sem í nám sækja. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru.
Meira

Líf og fjör í björgunarsveitarstarfinu

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit lá sannarlega ekki í dvala yfir sumarið. Verkefnin voru mörg, tilgangur þeirra margvíslegur og samstarf við hina ýmsu aðila.
Meira

Hugsanlega fyrsta slíka aðgerðin hér á landi

Á föstudaginn var lenti Ingunn Reynisdóttir dýralæknir og eigandi Dýrin mín stór og smá á Syðri-Völlum í Húnaþingi vestra í útkalli á bæinn Bessastaði þar sem hryssan Gáfa hafði farið úr bóglið á hægri framfæti eftir að hafa lent í áflogum við aðra hesta.
Meira

Ályktun um loftgæði í þéttbýli

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var 17. – 19. mars 2023 krefst þess að sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins vinni markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Loftmengun hefur neikvæð áhrif á heilsu almennings og ekki hefur tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning og yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma. Þá hvetur fundurinn stjórnvöld til þess að tryggja að nægar heimildir séu í lögum og reglum svo ávallt séu góð loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um.
Meira