Ágætu Skagfirðingar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
14.02.2024
kl. 14.54
Þið sem eitthvað þekkið til mín vitið eflaust að mér eru málefni fatlaðra svolítið hugleikin, ekki síst aðgengismál. Ég hef svo sem reynt það á eigin skinni hvað lítið þrep getur verið mikil hindrun fyrir manneskju með göngugrind sem á erfitt með að lyfta fótunum. Í mörgum tilfellum er svo einfalt að sleppa tröppum og hafa þetta bara hallandi. Vissulega höfum við unnið mikið í því að bæta aðgengi og erum enn að. Ég vitna stundum í hana Önnu Pálínu Þórðardóttur þegar rætt er um málefni fatlaðra. Hún komst ekki á bókasafnið fyrr en um sjötugt þegar farið var að bera hana á milli hæða. Mikið sem hún var glöð þegar lyftan kom í Safnahúsið. Hún var fædd árið 1935 og á þeim tíma áttu fatlaðir einstaklingar helst ekki að vera sýnilegir. Síðan þá hefur sem betur fer margt breyst.
Meira