Aðsent efni

Skipurit Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Það gætir einhvers misskilnings í aðdraganda kosninga um breytt verklag á fjölskyldusviði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Álfhildur Leifsdóttir, starfsmaður Sveitarfélagsins Skagafjarðar og frambjóðandi á lista Vinstri grænna og óháðra, ritar grein sem birt er í fréttablaðinu Feyki. Þar fer hún yfir hvernig þessi tíðindi bárust henni og fullyrðir ranglega að stöður hjá sveitarfélaginu séu almennt ekki auglýstar. Sem sveitarstjóri og þar með æðsti yfirmaður starfsmanna sveitarfélagsins tel ég mig knúna til að leiðrétta þennan misskilning.
Meira

Þráðurinn frá Þveráreyrum 1954 ofinn áfram

Í síðustu grein minni hér í Feyki rakti ég ögn sögufræg dómstörf á landsmótinu á Þveráreyrum 1954. Þá varð sá einstaki atburður að meirihluti dómnefndar bar formanninn – hrossaræktarráðunautinn - ofurliði, Gunnar Bjarnason þáverandi hrossaræktarráðunautur segir á einum stað í starfssögu sinni, að: „Norðlendingarnir, undir forystu Jóns bónda á Hofi, höfðu ákveðið að láta til skarar skríða á þessu landsmóti og láta dæma hornfirzku hestana, ættirnar út af Blakk (129), Skugga (201), Nökkva (260) og Svip (385) út úr reiðhestarækt á Íslandi fyrir fullt og allt.“.
Meira

Nýtt skipurit á fjölskyldusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar

Þann 2. maí barst mér tölvupóstur þar sem tilkynnt var um nýtt skipurit fyrir fjölskyldusvið sveitarfélagsins Skagafjarðar, breytingar sem tóku gildi 1. maí. Tilgangur breytinganna er sagður vera að samþætta þjónustu sem veitt er á fjölskyldusviði. Staða sviðsstjóra og fræðslustjóra sem áður var eitt stöðugildi er gerð að tveimur og búin er til staða verkefnastjóra sem á að sinna ýmsum verkefnum.
Meira

Að rækta garðinn sinn - Áskorendapenni Guðmundur Stefán Sigurðarson Sauðárkróki

Berglind konan mín skoraði á mig að taka við áskorendapenna Feykis í blaðinu fyrir nokkru. Ég tók þeirri áskorun eins og hverju öðru hundsbiti, án þess að hafa hugmynd um hvað ég ætti að segja sem erindi gæti átt við lesendur blaðsins. Ég gæti þá alltaf talað um einhver verkefni mín sem minjavörður Norðurlands vestra ef ekki félli annað til, t.d. sagt frá ástandi strandlengjunnar í Skagafirði og Húnavatnssýslum og þeirri hættu sem steðjar að strandminjum sökum sjávarrofs. Þar er af nógu að taka enda ástandið verulegt áhyggjuefni á stórum svæðum.
Meira

Allt í rusli í Skagafirði?

Ýmislegt hefur áunnist í endurvinnslumálum síðustu áratugi. Flokka á Sauðárkróki hefur verið miðstöð endurvinnslu fyrir okkur Skagfirðinga síðan starfsemi hófst árið 2008. Stefna Flokku vegna endurvinnslu er skýr; við flokkum til að halda umhverfi okkar hreinu, til að fullnýta efnivið, spara orku, „draga úr sorpi og ruslahaugum úti í náttúrunni [...] til að auka líkurnar á því að við getum skilað komandi kynslóðum jörð sem er enn lifandi, rík af auðlindum og velmeð farin” (af heimasíðu Flokku).
Meira

Kjósum til framtíðar

Það er bæði krefjandi og skemmtilegt verkefni að fara af stað með nýtt framboð til sveitastjórnarkosninga. Það er sérstaklega skemmtilegt að því leyti að maður verður mjög var við það hvað núverandi staða samfélagsins og framtíðarþróun þess er mörgum íbúum sveitarfélagsins mikið hjartans mál. Það er ýmislegt sem brennur á fólki en þar virðast leik- og grunnskólamál, skipulagsmál og fjármál sveitarfélagsins iðulega vera efst á baugi. Þessir þrír málaflokkar eru ByggðaListanum mjög hugleiknir og teljum við að þau málefni sem falla þar undir ættu að vera í algjörum forgangi.
Meira

Stóraukinn stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga

Eftir æsispennandi tímabil vetrarins í körfuboltanum dylst engum hversu mikil og góð áhrif íþróttir hafa á samfélagið í heild sinni og þá sérstaklega á börnin okkar. Öflugt tónlistarlíf setur sannarlega líka svip sinn á fjörðinn. Við erum svo heppin að hér í sveitarfélaginu er margt í boði fyrir börn og ungmenni og margir tilbúnir að leggja mikið á sig svo börnin okkar njóti þessarar fjölbreytni.
Meira

Menningarhús í Skagafirði

Laust fyrir síðustu aldamót kynnti ríkisstjórn Íslands áform um að styðja við byggingu menningarhúsa í fimm sveitarfélögum, og var Skagafjörður þar með talinn. Sums staðar voru byggð ný hús, eins og Hof á Akureyri, annars staðar voru eldri hús gerð upp eins og á Ísafirði.
Meira

Dagur ljósmæðra

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra er 5. maí. Á þessum tímamótum heldur þessa mikilvæga stétt daginn hátíðlegan með blendnum hug vegna kjaradeilna og félagskonur gagnrýna stjórnvöld fyrir fálæti og skilningsleysi.
Meira

Skín við sólu

Það má með sanni segja að sólin skíni við okkur Skagfirðingum þessa dagana. Það er ekki bara að vorið og sumarið séu á næsta leiti heldur upplifum við nú eina mestu uppgangs- og uppbyggingartíma seinni ára í fallega firðinum okkar.
Meira