Tindastólsstúlkur í Subway deild
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
06.06.2024
kl. 12.40
Stórtíðindi á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls þar sem segir að meistaraflokki kvenna Tindastóls hefur boðist að taka sæti Fjölnis í Subway deild kvenna á næstu leiktíð eftir að stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis dró liðið úr keppni.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur staðfest það við Körfuknattleikssamband Íslands að Tindastóll taki sætið í Subway deildinni à næsta tímabili.
Meistaraflokkur kvenna átti mjög gott tímabil í 1. deild á yfirstandandi tímabili. Þær enduðu í 4. sæti og léku um umspilssæti í Subway deildinni. Þar slóu þær Subway deildarlið Snæfells út og spiluðu við Aþenu til úrslita um hvort liðið kæmist í Subway deildina. Aþena hafði betur í þeirri viðureign 3-1.
Meistaraflokkur kvenna Tindastóls lék fyrst í úrvaldsdeild kvenna tímabilið 1992 - 1993 og lèk þá þar fjögur tímabil í röð eða til 1995 - 1996. Tindastóll lék seinast í úrvalsdeild tímabilið 1999 - 2000.
Stuðningsfólk Tindastóls getur farið að láta sig hlakka til næsta tímabils.
Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.