Stúlkur frá Norðurlandi vestra fulltrúar Íslands á Heimsmeistaramóti ungra bakara

Hekla Guðrún og Stefanía Malen kepptu fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti ungra bakara. Hér má sjá glæsilegt hlaðborð þeirra og sýningarstykkið er augnakonfekt að njóta. mbl.is/Eyþór Árnason
Hekla Guðrún og Stefanía Malen kepptu fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti ungra bakara. Hér má sjá glæsilegt hlaðborð þeirra og sýningarstykkið er augnakonfekt að njóta. mbl.is/Eyþór Árnason

Heimsmeistaramót ungra bakara var haldið hér á landi dagana 3.-5. júní en keppnin hefur verið haldin af International Union of Bakers & Confectioners (UIBC) síðan 1972 en það er alþjóðlegt samband fyrir bæði bakara og kökugerðarmenn um allan heim. Hér er á ferðinni stór og mikill viðburður sem Landssamband bakarameistara (LABAK) sjá um og var haldið á Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti sem þetta heimsmeistaramót er haldið hér á landi heldur einnig í fyrsta skipti sem eitt af norðurlöndunum heldur mótið en sjö önnur lönd tóku þátt í ár. 

Hekla Guðrún Þrastardóttir og Stefanía Malen Guðmundsdóttir voru fulltrúar Íslands á þessu móti en Hekla vann nemakeppni Kornax í fyrra og Stefanía vann keppnina árið 2021. Þær stöllur voru valdnar af kennurum á vegum Hótel- og matvælaskólans til að vera fulltrúar okkar og töfruðu þær fram glæsileg listaverk og bakkelsi. Þessi keppni er mikilvægur vettvangur fyrir unga bakara til að sýna hæfileka sína, læra af öðrum og deila reynslu sinni. 

Hekla Guðrún er ættuð frá Skagaströnd en gaman er að segja frá því að Feyki barst til eyrna í gær að Stef­an­ía Malen er einnig frá þessu svæði en hún er ættuð úr Skagafirði og eru foreldrar hennar þau Sóley Snædís Stefánsdóttir og Guðmundur Lúther Loftsson og er Stefanía því barnabarn Stefáns frá Arnarstöðum. Á myndinn hér til hægri má sjá Stefaníu Malen þegar hún vann Kornax keppnina árið 2021. Mynd tekin af veitingageirinn.is 

Virtir erlendir dómarar í faginu komu til landsins til að dæma liðin á meðan á keppnin stóð en löndin sem kepptu til úrslita voru Ísland, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland og Kína og framreiddu fulltrúar sinna landa þjóðlegan bakstur sem dómarar UIBC dæmdu.

Niðurstaða dómara var sú að í fyrsta sæti lentu Svíar, í öðru sæti voru Spánverjar og í því þriðja Frakkar. Ísland var því ekki, í þetta sinn, í toppsæti en þær Hekla Guðrún og Stefanía Malen fengu sér viðurkenningu frá yf­ir­dóm­ara keppn­inn­ar, Bernd Kutscher, fyrir nýsköpun, því þær voru fyrstar til að beita lasertækni í keppninni.

 

Hér eru Hekla Guðrún og Stef­an­ía Malen ásamt Kutscher, Sig­urður Má, þjálf­ar­an­um sín­um Stefáni Bachmann, Árna Þor­varðar­syni og Micka­el Chesnou­ard frá Frakklandi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Á mbl.is er hægt að lesa nánar um verðlaunaafhendinguna og skoða myndir frá keppninni.

https://www.mbl.is/matur/frettir/2024/06/06/sviar_sigrudu_heimsmeistaramot_ungra_bakara/

https://www.mbl.is/matur/frettir/2024/06/05/ungu_bakararnir_tofrudu_fram_gullfalleg_listaverk_o/

https://www.mbl.is/matur/frettir/2024/06/05/eliza_reid_forsetafru_var_hugfangin_af_kransakokunn/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir